Vel heppnuð vorferð kvenfélagsins 15. maí 2010
Hin árlega vorferð Kvenfélags Garðabæjar var farin 15. maí sl. Í þetta sinn var ferðinni heitið til Akraness en að venju var um óvissuferð að ræða. Í ferðanefndinni voru þær Jóna Rún Gunnarsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir. Þær fengu til liðs við sig leiðsögumanninn Magnús Oddsson sem fræddi konur um hina ýmsu staði og sagði frá merkum atburðum sem snertu Akranes. Ýmislegt tengt menningu staðarins var skoðað. Má þar nefna málverkasýningu Matthildar Arnalds, safnið ,,Íþróttir í 100 ár" var skoðað, Akraneskirkjan heimsótt, gallerý Dýrfinnu og Stellu heimsótt og síðast en ekki síst var farið í Haraldarhús en þar tóku hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson höfðinglega á móti hópnum. Ljúffengur kvöldverður var að lokum snæddur á veitingastaðnum Calido. 39 konur voru með í ferðinni og voru þær sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð í alla staði og ferðanefndin hefði staðið sig sérlega vel. Yfirskrift ferðarinnar var ,,Sól í hjarta" og má með sanni segja að það hafi átt vel við því sól skein í heiði allan daginn og sól var svo sannarlega í hjörtum ferðalanga þennan dag.
Sjá myndir úr ferðinni í myndasafninu