Vel heppnuð vorferð kvenfélagsins 15. maí 2010

Hin árlega vorferð Kvenfélags Garðabæjar var farin 15. maí sl.   Í þetta sinn var ferðinni heitið til Akraness en að venju var um óvissuferð að ræða.  Í ferðanefndinni voru þær Jóna Rún Gunnarsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir.  Þær fengu til liðs við sig leiðsögumanninn Magnús Oddsson sem fræddi konur um hina ýmsu staði og sagði frá merkum atburðum sem snertu Akranes.  Ýmislegt tengt menningu staðarins var skoðað.  Má þar nefna málverkasýningu Matthildar Arnalds, safnið ,,Íþróttir í 100 ár" var skoðað, Akraneskirkjan heimsótt, gallerý Dýrfinnu og Stellu heimsótt og síðast en ekki síst var farið í Haraldarhús en þar tóku hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson höfðinglega á móti hópnum.  Ljúffengur kvöldverður var að lokum snæddur á veitingastaðnum Calido.  39 konur voru með í ferðinni og voru þær sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð í alla staði og ferðanefndin hefði staðið sig sérlega vel.  Yfirskrift ferðarinnar var ,,Sól í hjarta" og má með sanni segja að það hafi átt vel við því sól skein í heiði allan daginn og sól var svo sannarlega í hjörtum ferðalanga þennan dag.

Sjá myndir úr ferðinni í myndasafninu

 

 

Prjónakvöld / hittingur

Sælar kæru kvenfélagskonur.

Viljum minna á prjónahittinginn sem verður næsta

mánudag  20. mars kl:19:30 á Garðaholti.

Það verður spennandi að sjá hvað við erum komnar með margar húfur.

prjóna.jpg

Hlökkum til að sjá ykkur.

Með bestu kveðju

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar. 

Kvenfélagsfundur 2. apríl 2019 kl. 19

Næsti kvenfélagsfundur verður haldinn að Garðaholti 2. apríl 2019 kl. 19:00

 

Picture1.png                                   Vorið nálgast    

 

Eftir venjuleg félagsfundarstörf er kaffihlé.

Hópur 6  sér um kaffihlaðborð.  

Hópstjóri er: Steinunn Bergmann

 Glaðningur við hvern disk

Dagskrá fundarins:  

Erindi flytur Linda Björk Jóhannsdóttir  Garðyrkjufræðingur 

Tískusýning: Jóna María, Bæjarlind, félagskonur sýna

Ferðakynning Pálína Kristinsdóttir AroundTheWorld.is

 

Endilega fjölmennum á fundinn og hvetjum konur til að taka með sér vinkonu eða aðrar góðar konur.

Lofum góðu kvöldi

 

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

Með hlýjum kveðjum

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar

Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður 

Kvenfélagsfundur 5. mars 2019 kl. 19

Næsti kvenfélagsfundur verður haldinn að Garðaholti 5. mars 2019 kl. 19:00

 

Eftir venjuleg félagsfundarstörf er kaffihlé.

Hópur 5  sér um kaffihlaðborð.  

Hópstjóri er: Sigríður Jóhannesdóttir

Vinkonukvöld

Dagskrá fundarins:  

Virpi Jokinen,   Verður með erindið  „ Á réttri hillu“

Úrval Útsýn verður með stutta ferðakynningu

Helga Kristjánsdóttir flytur okkur ljóð

Valin kona kvöldsins

Endilega fjölmennið á fundinn og takið með ykkur vinkonur, gesti, allar konur velkomnar.

Lofum skemmtilegu kvöldi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar

Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður 

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.