Kvenfélag Garðabæjar boðar til jólafundar að Garðaholti þann 6. desember 2022 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur!

Boðað er til jólafundar Kvenfélags Garðabæjar á Garðaholti þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 19:00

Dagskrá kvöldsins:  mjög fjölbreytt, skemmtileg og jólaleg!
Formaður setur fundinn og les skýrslu stjórnar
Ritari les síðustu fundargerð

Kaffihlaðborð að hætti jóla kl. 19:30  í umsjón hóps 3 og eru hópstjórar Halldóra Björk Jónsdóttir og  Hallveig Hilmarsdóttir. Konur hafa konur alltaf gaman af að fá smá spjall

Létt jólalög leikin af Hilmari Hjartarsyni
Jólahugvekju les Matthildur Bjarnadóttir prestur
Skemmtilegur og spennandi  leynigestur kvöldsins!

Munið að kíkja undir diskana hjá ykkar þar gæti læðst vinningur.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér á vefsíðunni okkar https://kvengb.is/dagskra/ og fer þá pósturinn beint til ritara.  Ef að þú ert ekki með tölvu má hringja í ritara Guðrúnu Eggertsdóttur í síma 698 9359 og bóka sig hjá henni.

Vinsamlega leggið fundargjaldið kr.1.500 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319.  Einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.

Fjölmennum á fundinn og gestir eru velkomnir.  “Þema jól” 

F.h.  stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top