Árlega aðventumessan okkar verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 27. nóvember kl. 11

Kæru kvenfélagskonur!

Boðað er til okkar árlegu aðventumessa á fyrsta sunnudegi í aðventu í Vídalínskirkju sunnudaginn 27. nóvember kl.11:00

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Halldóra Björk Jónsdóttir varaformaður flytur hugvekju.
Anna Nilsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir verða með ritningarlestur.
Helena Jónasdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir þjóna til messu.

Formaður S. Helena Jónasdóttir ásamt Halldóru Björk Jónsdóttur varaformanni munu afhenda styrk Kvenfélags Garðabæjar kr. 500.000 til Styrktarsjóðs Garðasóknar, sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir veitir viðtöku fyrir hönd Styrktarsjóðsins.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Kvenfélagið styður sjóðinn sem úthlutar til þurfandi einstaklinga og fjölskyldna á Aðventunni.

Kæru félagskonur endilega fjölmennið í aðventumessu í Vídalínskirkju 27. nóvember n.k. 

F.h stjórnar Kvenfélagsins
Helena Jónasdóttir formaður

 

 

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top