Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur!
Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti  þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 19:00    

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf. 

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur kynnir skólann og starfsemina en skólinn nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.

  Verslunin ILVA í Kauptúni verður með sumarkynningu, sölufólk á staðnum sem kynnir húsgögn og smávörur úr sumarlínu 2023. Flottur afsláttur fyrir gesti fundarins.  

Boðið verður upp á súpu með súrdeigsbrauði frá Álftanes Kaffi. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á hóflegu verði.

Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning
kt. 700169-7319 0318-26-11124.
Þú getur valið netbankann þinn beint af okkar vefsíðunni til að greiða.

Félagskonur þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu, netfangi og merkja atburð á vefsíðunni  okkar hér eða senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða í síma 895 7811 Svövu Gústavsdóttur ritara.

Vorferð Kvenfélags Garðabæjar er áætluð  laugardaginn 13. maí  n.k. ef að næg þáttaka verður og er stefnan á Stykkishólm. Lagt af stað kl. 8 frá Garðatorgi 7.

Vorganga KSGK verður fimmtudaginn 25. maí. Kvenfélag Álftaness býður til göngu um Bessastaðanes. Að göngu lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar á Bessastöðum. Mæting á malarbílastæðið við Bessastaðakirkju. Það þarf að tilkynna þátttöku til Kvenfélags Garðabæjar fyrir 15. maí n.k.

Vonumst til að félagskonur fjölmenni á þessa viðburði og taki með sér gesti.

Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

 

Scroll to Top