Félagsfundur 5. mars 2024 kl. 19:00

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.

Á fundinum munum við vinna í hópum að greiningu á félaginu, félagsstarfinu, eignum félagsins, staðsetningu funda o.s.frv.

Félagskonur mega gjarnan undirbúa sig með því að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig er best að varðveita eignir félagsins?
  • Hvaða staðsetning er hentug fyrir félagsfundi?
  • Hvernig viljum við hafa félagsfundina?
  • Hvernig löðum við nýjar konur að félaginu og viðhöldum áhuga á þátttöku?

Með þessar spurningar í huga getum við velt fyrir okkur styrkleikum félagsins sem og veikleikum, hverjar eru áskoranir og hver eru tækifæri félagsins.

Fundurinn verður í umsjón hóps 1 og verða veitingar hefðbundnar að hætti félagskvenna. Fundargjald er kr. 2.000, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins, kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.

Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is eða með því að senda ritara tölvupóst á ritari@kvengb.is.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar til að vinna að því að greina og bæta starf kvenfélagsins.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top