KSGK gangan 19. maí 2022 kl. 17:30

KSGK gangan 19. maí 2022 kl. 17:30

Kvenfélag Garðabæjar mun sjá um KSGK gönguna þetta árið.  Mæting verður fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 17.30 við Vífilstaði.  Erla Bil Bjarnardóttir leiðsögumaður leiðir gönguna.  Gangan tekur um það bil klukkutíma og munum við ganga upp í golfskála Garðabæjar GKG í lokin og gæða okkur á súpu og brauði ásamt sætum bita og kaffi. Verð er kr. 1.750 á mann. Konur keypt geta keypt sér hvítt og rautt ef þær vilja.

Stelpur fjölmennið í gönguna og höfum gaman saman.  Vinsamlega skráið ykkur í gönguna eigi síðar en 16. maí n.k. á póstfangið ritari@kvengb.is

Kær kveðja,
f.h. stjórnar
Helena Jónasdóttir formaður

 

Stjórnin

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top