Afmælishóf Kvenfélags Garðabæjar var haldið að Garðaholti þann 1. febrúar 2023 kl. 17:00 – 19:00

Kvenfélag Garðabæjar 70 ára!

Veglegt afmælishóf var haldið þann 1. febrúar s.l. að Garðaholti í tilefni af því að Kvenfélagið verður 70 ára á þessu ári en það var stofnað þann 8. mars 1953.  Fjöldi gesta var boðið m.a. forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni, bæjarstjóra Garðabæjar Almari Guðmundsyni, forseta KÍ Dagmar Elínu Siurðardóttur, formanni KSGK Ágústu Magnúsdóttur og fleiri virðulegum gestum ásamt öllum Kvenfélagskonum félagsins.

Haldnar voru margar skemmtilegar ræður og rifjaði m.a. kvenfélagskona Þórdís Katla Sigurðardóttir upp gamlan tíma.  

Hér má lesa afmælisræðu formanns Kvenfélagsins S. Helenu Jónasdóttur

Nokkrar myndir úr veislunni

 

 

 





Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top