Fréttir

Jólafundur þriðjudaginn 5. desember í Garðaholti

Boðað er til Jólafundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 19:00.
Lesa meira →

Vorferð Kvenfélags Garðabæjar 2024

Á nóvemberfundi Kvenfélagsins kynnit ferðanefndin ákvörðun sína um vorferðina sem að þessu sinni verður til Búdapest dagana 8. - 13. maí 2024.
Lesa meira →

Félagsfundur þriðjudaginn 7. nóvember í Garðaholti

Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 19:00.
Lesa meira →

Félagsfundur þriðjudaginn 3. október í Garðaholti

Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þriðjudaginn 3. október 2023 kl. 19:00.
Lesa meira →

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Að venju koma félagskonur Kvenfélags Garðabæjar að aðventumessu
Garðasóknar sem að þessu sinni verður í Garðakirkju næsta sunnudag, 3.
desember kl. 11.

Ræðumaður er Björg Baldursdóttir og munu Sigríður Hermannsdóttir og
Sigríður Sigurðardóttir flytja ritningarlestra. Svava Gústavsdóttir og
Anna Nilsdóttir taka á móti kirkjugestum.

Við hvetjum fólk til að mæta í messuna í Garðakirkju, sem var
endurbyggð af stórhug og rausn félagskvenna Kvenfélags Garðabæjar.

Kær kveðja,
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður
email: formadur@kvengb.is
... Sjá meiraSjá minna

Félag kvenna í Kópavogi hefur boðið félagskonum Kvenfélags Garðabæjar til sín á jólafund sem verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Hamraborg 1, 3. hæð (lyfta).
Á dagskrá er jólahugleiðing sr. Hildar Sigurðardóttur, Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur les upp úr nýrri bók sinni VALSKAN og Helga Magnúsdóttir óperusöngkona flytur nokkur lög.

Það verður gaman að eiga kvöldstund með félagskonum í Kópavogi, kynnast þeim og starfi félagsins betur og efla tengslin.

Vinsamlega skráið ykkur með því að senda tölvupóst á formadur@kvengb.is eða senda sms í síma Halldóru, 852-1619 Í SÍÐASTA LAGI fyrir hádegi föstudaginn 24. nóvember.
... Sjá meiraSjá minna

Fjallakofinn í Garðaholti í kvöld, sjá kvengb.isImage attachment

Fjallakofinn í Garðaholti í kvöld, sjá kvengb.is ... Sjá meiraSjá minna

Fyrsti félagsfundur Kvenfélags Garðabæjar veturinn 2023 - 2024 verður haldinn að Garðaholti 3. október n.k.

Við fáum til okkar góða gesti frá Fjallakofanum og eins og fram kemur, þá verður helst rætt um skíðabúnað en við komum ekki að tómum Fjallakofanum ef við viljum fá upplýsingar um flíkur og búnað sem tengist hvers kyns útiveru; gönguferðum, hjólreiðum og skokki svo eitthvað sé nefnt.
Við búum við einstaka nálægð við náttúruna hér í Garðabæ allt frá strandlengjunni frá Garðaholti, um Álftanes, Sjáland og Arnarnes upp að Urriðaholti með Urriðaholts- og Vífilstaðavatn ásamt Heiðmörk í bakgarðinum. Það er hægt að velja sér styttri og lengri vegalengdir og í Urriðaholti liggur stígur frá vatninu og upp á háhæðina, miðju holtsins og telur yfir 200 tröppur. Sú gönguferð er fyrir unga sem eldri því það er óviðjafnanlegt leiksvæði á hæðinni bæði við skólann og í Vinagarði sem gaman er að enda góðan fjölskyldu göngutúr á.

Dagskrá fundarins er á heimasíðu félagsins, kvengb.is og þar er hægt að skrá sig og rétt að geta þess að skráningin er einföld, það þarf ekki að gefa upp kennitölu bara nafn og netfang.
Eins og fram kemur í auglýsingunni, þá verðum við að vita um fjöldann og ef þið hafið ekki tök á að skrá ykkur í gegnum heimasíðuna, þá endilega sendið línu eða hringið.

Við hlökkum til vetrarins með ykkur og að sjá ykkur sem flestar á þriðjudaginn.
... Sjá meiraSjá minna

Skoða fleiri
Scroll to Top