Fundinum þann 7. desember 2021 kl.19:00 er aflýst

Kæru kvenfélagskonur,
tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa jólafundinum okkar.  

Ekkert lát er á Covid19 smitum í samfélaginu og samkvæmt reglum til  8. desember er ekki leyft að fleiri en 50 komi saman nema að framvísað verði neikvæðu hraðprófi, að metersreglu sé fylgt og viðkomandi sitji í skráðum sætum.

Förum varlega og hlökkum til að halda jólahátíðina gleðilega með okkar nánasta fólki. Við vonum að lífið í landinu verði ekki svona miklum takmörkunum háð á næsta ári.

Aðventumessunni okkar sem vera átti í Vídalínskirkju 28. nóvember kl. 11:00 verður breytt, henni verður streymt, streymisslóðina má finna í auglýsingu á Fb-síðu Vídalínskirkju.

Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt félagskonumJólamynd.jpg

Jóna Rún Gunnarsdóttir er ræðumaður
Auður Guðmundsdóttir og Bjarndís Lárusdóttir lesa ritningarlestra   

Með kærleikskveðjum
f.h. stjórnar
S. Helena Jónasdóttir formaður
Guðrún G. Eggertsdóttir varaformaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top