Fróðleikur

Vissir þú...

Nýr dálkur til að setja texta inní

að það var smíði á þorratrogum sem var hvatinn að stofnun Kvenfélags Garðahrepps?

að Kvenfélag Garðabæjar gaf í tilefni 25 ára afmælis Garðabæjar, vatnspóst sem er við strandstíginn við Arnarnesvog?

að Kvenfélag Garðabæjar er eitt fjölmennasta og virkasta kvenfélag landsins?

að Kvenfélag Garðabæjar gaf lyftu fyrir hreyfihamlaða í sundlaugina, svo að þeir hefðu greiðari aðgang að sundlauginni?

að 17. júní sala Kvenfélags Garðabæjar er jafn ómissandi í hátíðahöldum dagsins og skrúðgangan og fánarnir.

að það var Kvenfélag Garðabæjar sem átti frumkvæðið að þeim vísi að minjasafni sem nú er kominn í Garðabæ?

að Kvenfélag Garðahrepps hafði frumkvæði að opnun gæsluvalla barna í bænum og gaf leiktæki á vellina?

að Kvenfélag Garðabæjar stóð fyrir metnaðarfyllri ráðstefnu 10. mars 2001, undir yfirskriftinni: „Móðir – kona – meyja, með til betra lífs“?  Fram kom að lítið hafði breyst sl. 10 ár varðandi aðstöðumun drengja og stúlkna til íþróttaiðkunar og þátttöku í keppnum.  Varðandi fjölmiðlaumfjöllun er hlutur stúlkna rýr en aðeins ein af hverjum 10 íþróttafréttum í dagblöðum varðar konur (kom fram í könnun). Það þótti fagnaðarefni að hlutur kvenna hefur þó vaxið töluvert varðandi sjónvarpsútsendingar á kappleikjum í hand- og körfuknattleik.

að allar konur sem búsettar eru í Garðabæ geta orðið félagar í Kvenfélagi Garðabæjar?

að það var fyrir tilstuðlan kvenna í þá nýstofnuðu Kvenfélagi Garðahrepps, að kirkjan á Görðum, Garðakirkja, var endurreist?  

að Kvenfélag Garðabæjar stuðlar að betra og skemmmtilegra mannlífi í Garðabæ?

að Kvenfélag Garðabæjar styrkir á ári hverju mörg og verðug verkefni?      

að það voru konur úr Kvenfélagi Garðabæjar sem voru frumkvöðlar að „frúarleikfimi“ í Garðabæ?

Scroll to Top