Félagsfundur 2. apríl 2024 kl. 19:00

Nú er kominn sá tími að við hugum að því að opna heimili okkar út
á verönd, svalir og út í garð og þá er gaman að skreyta með fallegum plöntum og jafnvel kryddi og matjurtum.

Petra Stefánsdóttir blómaskreytir og garðyrkjufræðingur verður með kynningu á plöntuvali í potta fyrir svalir, andyri og veröndina.

Fundurinn verður í umsjón hóps 2 og verða veitingar hefðbundnar að hætti félagskvenna. Fundargjald er kr. 2.000, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins, kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.

Hægt er að skrá sig á fundinn hér á vefsíðu félagsins undir dagskrá eða með því að senda skilaboð / sms í síma 852-1619. Einnig er hægt að senda tölvupóst á formadur@kvengb.is. Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið áhugasömum vinkonum með.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top