Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þann 1. nóvember 2022 kl. 19

Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þann 1. nóvember 2022 kl. 19

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 1. nóvember 2022 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00

Dagskrá kvöldsins:
Venjuleg  fundarstörf
Formaður býður konur velkomnar og les skýrslu stjórnar
Ritari les síðustu fundargerð

Kaffihlaðborð kl. 19:30 Kaffihlaðborð að hætti Kvenfélagsfélagskvenna sem hópur 2 sér um. Hópstjórar eru Ellen Sigurðardóttir og Eygló Bjarnardóttir 

Gestur kvöldsins Margrét Kjartansdóttir verður með erindi. Hún verður líka með INDVERSK SJÖL ULL OG SIlKI og gefur okkur 20% afslátt af þeim. 

Við vonum að við sjáum sem flestar á fundinum og takið með ykkur gesti. Höfum gaman saman.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér á vefsíðunni okkar https://kvengb.is/dagskra/ og fer þá pósturinn beint til ritara.  Ef að þú ert ekki með tölvu má hringja í ritara Guðrúnu Eggertsdóttur í síma 698 9359 og bóka sig hjá henni.

Vinsamlega leggið fundargjaldið kr.1.500 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319.  Einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.

F.h.  stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður

Scroll to Top