Þann 17. júní n.k. verður hið sívinsæla hátíðarkaffi Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu á Garðatorgi milli kl. 13:30 – 15:30

Hið sívinsæla 17. Júní kaffihlaðborð Kvenfélagsins verður að
Sveinatungu á Garðatorgi og verður hægt að sitja inni og úti undir hvolfþakinu og fá sér kaffi og heimabakað eftir skrúðgönguna.                 Kaffið er milli kl. 13:30 – 15:30

 

 

 

 

 


Kvenfélagskonur þjóna gestum sínum með flottum tertum sem eru yfirleitt heimabakaðar og brauðréttum. 

Kvenfélagskonur tökum nú höndum saman og sýnum samtakamáttinn sem býr í Kvenfélagskonum Garðabæjar.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur!

Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

 

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top