Félagsfundur 2. nóvember 2021

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar 2. nóvember 2021 á Garðaholti sem hefst kl.19:00.

Dagskrá kvöldsins:

  1. Venjuleg fundarstörf
  2. Formaður býður konur velkomnar og les skýrslu stjórnar
  3. Ritari les síðustu fundargerð

Kaffihlaðborð hefst kl.19:30
Skemmtiatriði kvöldsins, Þuríður Sigurðardóttir sem mun skemmta okkur eins og henni er einni lagið

Gestir á fundinum eru úr Félagi Kvenna í Kópavogi

Kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna sem hópur 6 sér um í umsjá Steinunnar Bergmann og Þuríðar Sigurðardóttur og er verð kr. 1.500 á mann

Konur takið með ykkur gesti, systur, vinkonur

Gott væri að þið myndu skrá ykkur hjá Guðrúnu Eggertsdóttur varaformanni á fundinn email gudregg@gmail.com gsm 6989359 vegna veitinganna.

Við vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur allar hressar og kátar á félagsfundi.  Höfum gaman saman!

ATH.  BLEIKT ÞEMA               

“Besti vinur minn er sá sem gerir mig að betri manni”

Kærleiks kveðja,
F.h. stjórnar kvenfélagsins
S.Helena Jónasdóttir, formaður     

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top