Jólafundur þriðjudaginn 5. desember í Garðaholti

Boðað er til Jólafundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 19:00. 

Kæru félagskonur!

Aðventan nálgast og framundan er tími undirbúnings og væntinga sem snúast aðallega um samveru með sínum nánustu en einnig um kyrrð og frið þrátt fyrir umstang í aðdraganda hátíðanna og jafnvel einmitt vegna þess.

Nú hittast félagskonur í byrjun aðventu á sínum árlega jólafundi.
Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.

  • Sr. Matthildur Bjarnadóttir flytur hugvekju
  • Söngur
  • Hugleiðingar Þuríðar Sigurðardóttur á aðventu og jólum

Jólahlaðborð að hætti félagskvenna. Hópur 6 sér um jólastemmninguna.

Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning félagsins nr. 0318-26-011124 – kt. 700169-7319.

Það er hægt að skrá sig á fundinn á heimasíðu félagsins hér: kvengb.is/dagskra/

Þar er merkt við viðburð og möguleiki á að velja netbankann beint af heimasíðunni til að greiða. Það er einnig hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða senda skilaboð á símanúmer Svövu Gústavsdóttur ritara 895-7811

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Allar konur eru velkomnar og við hvetjum þær sem eru áhugasamar um samtakamátt kvenna í hópeflandi og gefandi félagsstarfi sem sinnir mannúðarstörfum í þágu samfélagsins að mæta og kynna sér Kvenfélag Garðabæjar.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top