Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti mánudaginn 3. apríl 2023 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur!

Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti  mánudaginn  3.04.2023 kl.19:00ATH. að reglulegur fundartími færist frá þriðjudegi yfir á mánudag í þetta sinn. 

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.  Ferðanefndin kynnir vorferðina sem verður 13. maí n.k. 

Á eftir verður spilabingó með girnilegum vinningum frá Góu og páskafjöri.  Í aðdraganda páska, dymbilviku mun yfirbragð fundarins vera páskalegt og um leið vorlegt.

Veitingar verða hefðbundnar að hætti félagskvenna.
Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning
kt. 700169-7319 0318-26-11124.
 

Félagskonur þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu og netfangi á vefsíðunni  okkar hér eða senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða í síma 895 7811 Svövu Gústavsdóttur ritara.

Fundurinn verður ekki auglýstur í fjölmiðlum heldur kynntur með fréttabréfi þessu til félagskvenna sem og á heimasíðu og fb síðu félagsins.

Það er von stjórnarinnar að félagskonur njóti kvöldsins og skemmti sér saman í frábærum félagsskap.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top