Nýr vefur í loftið hjá Kvenfélagi Garðabæjar!

Kæru kvenfélagskonur

Stór áfangi lítur nú dagsins ljós hjá Kvenfélagi Garðabæjar þegar nýr vefur www.kvengb.is fer í loftið. Gamli vefurinn var orðinn löngu úreltur og orðið erfitt að uppfæra hann enda barns síns tíma.  Samið var við Birnu Maríu hjá Character.is um smíði á nýjum vef og var einstaklega gott að vinna með henni.  F.h. kvenfélagsins vann ein stjórnarkonan Pálína Kristinsdóttir að skipulagningu og umsjón. 

Nú geta allir félagar skráð sig á fundi og ferðir á vegum félagsins í gegnum vefsíðuna.  Einnig er facebook síðan okkar tengd við nýja vefinn. 

Við hvetjum allar konur í Garðabæ að ganga í félagið og geta þær nú skráð sig í félagið beint á vefnum. 

Vissir þú …. að Kvenfélag Garðabæjar er eitt fjölmennasta og virkasta kvenfélag landsins?

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top