Vorferð Kvenfélags Garðabæjar 2024

Á nóvemberfundi Kvenfélagsins kynnit ferðanefndin ákvörðun sína um vorferðina sem að þessu sinni verður til Búdapest dagana 8. – 13. maí 2024.

Ferðalýsing:

  • 5 daga ferð til Búdapest.
  • Flogið með WizzAir, innifalið ferðataska, veski og 8kg kabínutaska.
  • Rúta til og frá hóteli
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli á besta stað – Zenit Budapest Palace 4* með morgunverði
  • Hálfs dagsferð til Zsentendre – listamannabær sem lítur út eins og litríkur skartgripakassi.
  • Sigling á Dóná og kvöldverður, kryddað með þjóðlagatónlist og skemmtun
  • Og frábær félagsskapur

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu félagskvenna.

Ætla ekki allar að koma með í þessa frábæru ferð 😀

Vegna mikillar eftirspurnar þá þarf skráningu í ferðina að vera lokið fyrir föstudaginn 17. Nóvember. Staðfestingagjald greiðist svo í vikunni eftir það.

Til að skrá sig í ferðina sendið þið til ferðanefndar: nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Það eru aðeins sex mánuðir í ferðina 😉

Ferðanefndin
Oddný Þóra Helgadóttir: oth@simnet.is                            sími 6632371
Jóna Rún Gunnarsdóttir: jonarun@internet.is                  sími 6941024
Bjarndís Lárusdóttir:        bjarndis@atvinnurekendur.is   sími 8960908
Sigrún Jörundsdóttir:       sigrunj@gmail.com                    sími 6613300

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top