Vorferð Kvenfélags Garðabæjar 7. maí n.k.

Kæra kvenfélagskona!

Loksins, loksins!  Laugardaginn 7. maí 2022 kl.11 leggjum við loksins af stað frá Garðatorgi sjá hér í ferðalag skv. meðf. dagskrá.

Við ökum að Bláa Lóninu þar sem tekið verður á móti okkur með stuttri kynningu og léttum rétti.
Þaðan ökum við stutt um Grindavík og síðan verður farið í Strandakirkju þar sem ungur Prestur tekur á móti okkur og sýnir okkur kirkjuna og segir okkur eitthvað um hana.
Frá Strandakirkju verður ekið til Þorlákshafnar og ekið þar um og ef þörf krefur að stansa á snyrtingu. 
Ekið að Selfossi en upphaflega var ætlunin að stoppa hjá Icelandic Glacial Water en það er lokað um helgar en þeir voru svo sætir og buðu okkur að vökva okkur á meðan á ferðinni stendur.
Á Selfossi byrjum við á því að fara í Gallery í heimahúsi þar sem tekið verður á móti okkur með freyðivíni.
Guðni Ágústson tekur á móti okkur í nýja miðbæ Selfoss og segir okkur sögur og síðan verður dýrindis kvöldverður með Guðna og skemmtisögum hans á Hótel Selfossi.

Áætluð heimkoma er um kl. 21.

Vinsamlega skráið ykkur á heimsíðunni okkar www.kvengb.is smellið hér  eða með tölvupósti á ferd@kvengb.is eða í síma 822 8281 Magnúsína
fyrir 20. apríl n.k.   Verð
með öllu kr. 10.800.  Vinsamlega greiðið gjaldið inn á reikning
kt. 700169-7319 Rnr. 0322-22-004411

Hlökkum mikið til ferðarinnar með ykkur     

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar
Pálína, Lára og Magnúsína

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top