Aðalfundur Kvenfélagsins 23. febrúar 2022 að Garðaholti

Kæru kvenfélagskonur!

Fundarboð aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar 2022

Boðað er til aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar á Garðaholti  miðvikudaginn  23.02.2022 kl.19:00

Á dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins

  1. Lesin upp fundargerð síðasta félagsfundar
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar félagsins
  4. Reikningar félagsins bornir undir atkvæði
  5. Lagabreytingar, meðf. eru tillögur stjórnar um lagabreytingar
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Stjórnarkjör
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Nefndakjör
  10. Önnur mál

Veitingar snittur og sætur biti verð kr. 2.500 vinsamlega leggið inn á reikning        
kt. 700169-7319 0318-26-11124.

Félagskonur þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu og netfangi á vefsíðunni  undir liðnum dagskrá
eða senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða í síma 698 9359 Guðrúnar Eggertsdóttur varaformanns.

Skráning á aðalfundinn þarf að berast eigi síðar en mánudaginn 21. febrúar nk.

Hlökkum til að sjá sem flestar kvenfélagskonur 

Kær kveðja

F.h.stjórnar Kvenfélags Garðabæjar, 
S.Helena Jónasdóttir formaður

 

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top