Vorfundur 7. maí 2024 kl. 19:00

Vorfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti 7. maí 2024 kl. 19:00.

Eftir almenn fundarstörf mun matur frá Grillvagninum verða borinn fram við undirleik Hilmars Hjartarsonar harmonikkuleikara sem mun síðan kynna bók sína Móðir mín hetjan og aðrar kempur.

Þuríður Sigurðardóttir söngkona tekur lagið við undirspil Hilmars.

Fundurinn verður í umsjón stjórnar og er matarfundur.
Grillvagninn framreiðir hamborgara með frönskum kartöflum og meðlæti. Það verður hægt að kaupa vín með matnum.

Fundargjald er kr. 4.500, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins: kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.

Það er hægt að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is/dagskra eða með því að senda skilaboð / sms í síma 895-7811 einnig er hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is

Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið áhugasömum vinkonum með.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top