Kveðja frá Ágústu Magnúsdóttur

 Til félagskvenna Kvenfélags Garðabæjar

Kveðja frá Ágústu Magnúsdóttur formanni 2015-2017

Ef kemur saman kvennahjörð                 Að ljúka verki létt er sagt   

fær kátína að ríkja                                  en ljúfar stundir vakna

en erfitt kvabb á okkar jörð                     Því margt var gert á minni vakt

þarf auðvitað að víkja.                            Og margs er nú að sakna.

 

Nú langa ferð ég lofa má                         Að vinna þetta var svo létt

þið lífi mínu breyttuð                               við verkin öll ég réði

ég fæ að þakka fyrir þá                           því ætíð hjálp var að mér rétt

farsæld sem þið veittuð.                          Af alúð, sátt og gleði.

 

Hjá vænstu konum veit ég að                  Á lífsins braut mig langar að

er verndarhjúpur þykkur                          létta ykkur skrefið

ég fæ að þakka fyrir það                         svo vil ég ykkur þakka það

sem fékk ég gert með ykkur.                   Sem þið mér hafið gefið.

 

Ef virk er hjálparhöndin sterk                                    

er hópur aldrei dapur

hér vinnur þraut og þarfleg verk

þessi félagsskapur.

 Höf.: Kristján Hreinsson

Styrkur afhentur 30. janúar 2017

Kæru félagskonur


Á mánudaginn 30. janúar n.k. kl. 11:00 f.h fer fram afhending á snúningslaki, gjöf Kvenfélagsins til Isafoldar, hjúkrunar- og þjónustumiðstöðvar.  Ljósmyndasýning og kynning/frásögn verður um Kvenfélag Garðabæjar.


Hlökkum til að sjá ykkur.


Bestu kveðjur og sól í hjarta
Stjórnin

Styrkur afhentur 24. janúar 2017

Kæru félagskonur

Á morgun þriðjudaginn 24. Janúar kl. 14:30 fer fram afhending á gjöfum til Ung- og smábarnaverndar Heilsugæslu Garðabæjar.  Þessar gjafir voru keyptar fyrir ágóða Konukvölds Kvenfélagsins nú í október s.l. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur og sól í hjarta

Stjórnin

Afhending gjafar til Ísafoldar

                                            

Kæru kvenfélagskonur

Á morgun fimmtudaginn 23. júní kl. 13:30 fer fram afhending á hjólinu frá Hjólafærni á Íslandi, sem Kvenfélag Garðabæjar gefur Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð.  Hjólið var keypt fyrir ágóða Konukvöldsins í október 2015.

Hjólið sem við erum að gefa kemur frá Danmörku og er nefnt Kristaníuhjólið. Þetta er rafmagnshjól og geta tveir setið í því í einu. Það þarf að vera hjólastjórar á hjólinu og hefur Ísafold séð um að velja þá, einnig hafa stjórarnir sótt námskeið hjá seljanda til að læra hvernig á að stýra því.

Gaman væri að við félagskonur gætum fjölmennt á Ísafold í tilefni þessa skemmtilega viðburðar.

Með bestu kveðju og sól í hjarta

Ágústa Magnúsdóttir, formaður

 

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.