
kr. 500.000 styrk Kvenfélags Garðabæjar til Styrktarsjóðs Garðasóknar, sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir veitti viðtöku fyrir hönd Styrktarsjóðsins.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvenfélagið styður sjóðinn sem úthlutar til þurfandi einstaklinga og fjölskyldna á Aðventunni.
Félagsstarf Kvenfélagsins hefur því miður legið niðri um hríð af ástæðum sem allir þekkja.
Var árlegri Kvenfélagsmessu á fyrsta sunnudag í Aðventu aflýst, en sent út í streymi.
Einnig var jólafundinum sem áætlaður var 7. desember 2021 aflýst.
Vonast er til að eðlilegt félagsstarf geti hafist á nýju ári.
Stjórn Kvenfélagsins sendir félagskonum og íbúum Garðabæjar hugheilar jólaóskir, með ósk um gleðileg jól.
S. Helena Jónasdóttir formaður