Vorferð Kvenfélags Garðabæjar laugardaginn 4. maí 2019
Lagt verður af stað frá Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 10:00, áætluð heimkoma kl. 21:00
Lagt verður af stað frá Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 10:00, áætluð heimkoma kl. 21:00
Kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti.
Þar gróðursettu þær 83 trjáplöntur í reit félagsins, en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins til Edinborgar. Í vorferð félagsins, sem var farin til Edinborgar dagana 4. -7. maí kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitnum í Smalaholti og tóku allar kvenfélagskonur vel í þá hugmynd.
Að lokinni gróðursetningu var konum síðan boðið uppá kakó og nýbökuð horn.
Skógarnefnd Kvenfélags Garðabæjar
Erla Bil Bjarnardóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir og Eygló Bjarnardóttir.
Hin árlega vorferð Kvenfélags Garðabæjar var farin 4. - 7. maí 2018
Í þetta sinn var ferðinni heitið til Edinborgar.
Í ferðanefndinni voru Bjarndís, Jóna Rún og Oddný Þóra.
Vorum við allar sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð í alla staði og ferðanefndin hefði staðið sig sérlega vel.
Sælar Kvenfélagskonur
Nú er vorið komið og það styttist í okkar árlegu vorferð. Við stefnum að skemmtilegum degi og höfum að sjálfsögðu þegar pantað gott veður. Fatnaður fer að sjálfsögðu eftir veðri.
EKKI GLEYMA "SUND-DÓTINU"
Kl. 09:45 Mæting við Tónlistaskóla Garðabæjar
Kl. 10:00 Lagt á stað
Kl. 17:45 Rútan tæmd við Mathús Garðabærjar
Kl. 18:00 Matur
Mikilvægt er að þær sem hafa skráð sig greiði eigi síðar en 26. apríl þannig að ferðanefndin geti staðið við skuldbindingar sínar.
Verðið er kr. 8.500,- innifalið í því er akstur, hádegismatur, miðdegishressing, kvöldverður, fararstjórn og allt hitt.
Greiða þarf þátttökugjald inn á reikning: 0318-26-004661 kt. 030960-5139, merkja FERÐ og senda staðfestingu á greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning hefst á félagsfundinum 4. apríl og einnig verður hægt að skrá sig á fundinum 2. maí
Mætið á fundinn og tryggið ykkur sæti.
Einnig er hægt að skrá sig hjá nefndarkonum:
Anna Þórðardóttir, sími 8991287 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Birna Hilmarsdóttir, sími 8628510 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sonja Margrét Halldórsdóttir, 8654002 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kæru félagskonur.
Það er von okkar að farið sé að örla á spenningi eftir kynninguna á ferðinni til Brussel & Brugge sem farin verður næsta vor.
Bændaferðir hafa skipulagt ferðina sem er nú tilbúin til bókunar. Með því að smella á meðfylgjandi hlekk getið þið skoðað ferðatilhögun, upplýsingar um fararstjórann sem og kort sem sýnir helstu staðina sem verða heimsóttir.
Til þess að tryggja sér pláss í ferðinni, smellið þið á hnappinn „Bóka ferð“ sem finna má ofarlega hægra megin á síðunni, fyllið út umbeðnar upplýsingar og greiðið staðfestingargjaldið að upphæð 25.000 kr. á farþega. Þá er ekkert eftir nema að fara að hlakka til!
Smelltu hér til að fara á heimasíðu ferðarinnar.
Bestu kveðjur,
Ferðanefndin
-- ------
Dagmar Elín Sigurðardóttir
Eskiholti 3,
hs. 565 8774, gsm 843 3957
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
-------------------
Vinsamlegast látið þessar upplýsingar berast til þeirra félagskvenna sem þið þekkið og eru ekki með netfang.
Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.
Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.