Boð á félagsfund Kvenfélags Grindavíkur

Kæru félagskonur

Næstkomandi mánudag 14 nóvember er okkur boðið á fund með kvenfélagssystrum okkar í Grindavík í Gjánni. Klukkan 19:30 verður byrjað á að borða súpu og klukkan 20:00 hefst fundurinn.

Rútuferð á vegum Þorláks okkar verður farin tímanlega frá plani Vídalínskirkju kl. 18:30 til Grindavíkur. Ferðin kostar kr. 2.000.- og tekið verður á móti grreiðslu við upphaf ferðarinnar. (enginn posi).

Í bréfi til formanns komu eftirfarandi skilaboð:

„Ef einhverjar ykkar luma á stökum bollum sem ykkur vantar að losna við, erum við í Kvenfélagi Grindavíkur að safna bollum sem við notum á félagsfundum og við aðra viðburði á vegum félagsins“.

Ég vil mæla til þess að ef einhverjar eiga bolla í skápnum sem ekki verða notaðir aftur, að koma með þá og færa þeim á fundinum.

Þær sem eiga eftir að skrá sig, hringja eða senda póst til Önnu Rósu, ritara í síma 453-5396/899-5396 eða í tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til Ágústu, formanns í síma 565-8218/660-6062 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. síðasta lagi sunnudaginn 13. nóvember nk.

Hlökkum til að sjá sem flestar í boðinu.

Með bestu kveðju og sól í hjarta

Fh. Stjórnar

Ágústa Magnúsdóttir, formaður

Félagsfundur 1. nóvember 2016

Kæru félagskonur
Félagsfundur verður haldinn í sameiginlegur með Kvenfélagi Álftaness í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi 1. nóvember n.k. og hefst kl. 19:30.
Skemmtiatriði, kaffi og meðlæti kemur frá félagskonum Álftaness.  Aðgangseyrir kr. 1000.-
Með bestu kveðju og sól í hjarta
Stjórnin

KONUKVÖLD 27. október 2016

Kæru kvenfélagskonur

Á fimmtudaginn 27. október nk höldum við okkar árlega „Konukvöld“ að Garðaholti og hefst dagskrá kl. 19:30.

Í ár styrkjum við ung- og smábarnavernd Heilsugæslu Garðabæjar.  

Margt er til skemmtunar, má þar nefna glæsilega tískusýningu frá Kello, kvenfataverslun í Kringlunni, veglegir happdrættisvinningar, Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona mætir og skemmtir okkur með sinni alkunnu söngrödd, léttar veitingar og margt fleira.

Við hvetjum ykkur til að mæta og taka með ykkur, dætur, vinkonur og systur.

Allar konur hjartanlega velkomnar

Hlökkum til að sjá ykkur

Konukvöldsnefnd

hverfi 2 og 4

KONUKVÖLD 27. október 2016


KONUKVÖLD

KVENFÉLAGS GARÐABÆJAR

 

HALDIÐ TIL STYRKTAR UNG- OG SMÁBARNAVERND HEILSUGÆSLU GARÐABÆJAR

VERÐUR AÐ GARÐAHOLTI

FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 2016

HÁTÍÐIN HEFST KL. 19:30

VERÐ KR. 2.000.-

MIÐAR SELDIR VIÐ INNGANGINN

Tekið er við greiðslukortum

ALLAR KONUR HJARTANLEGA VELKOMNAR

SKEMMTIATRIÐI:

SÖNG- OG LEIKKONAN

BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR

GLÆSILEG TÍSKUSÝNING

FRÁKELLO,KVENFATAVERSLUN, KRINGLUNNI

VEGLEGIR HAPPDRÆTTISVINNINGAR

SÖLU-OG KYNNINGABÁSAR

BOÐIÐ VERÐUR UPP Á LÉTTAR VEITINGAR

BARINN OPNAÐUR TÍMANLEGA

                      

Lautarferð í Smalaholt 30. ágúst 2016

Lautarferð

 

Smalaholt við Vífilsstaðavatn

 

Kvenfélagskonur koma saman í skógarreit félagsins

þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:00

 

Smalaholt er ofan við Vífilsstaðavatn. Bílum verði lagt á efra bílaplanið í Smalaholti (sjá kort) sem er við kvenfélagslundinn (leiðbeint með fánum eða blöðrum).

Gengið eftir stígum uppá Smalaholt - skoðað útsýnið við hringsjá og stúlkumyndin dularfulla.

Gengið til baka og safnast saman í lundi félagsins, þar eru tvö útivistarborð.

 

Skógarnefndin býður uppá upprúllaðar pönnukökur með sykri og kakó með rjóma.

Konur njóti samveru um stund áður en haldið er heim á leið.

 

Skógarnefndin

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.