Þorrablót KGB 21. janúar 2017 - Aflýst

Kæra félagskona

Þorrablóti kvenfélagsins sem vera átti laugardaginn 21. janúar nk er aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Skemmtinefndin mun starfa áfram og með hækkandi sól mun afrakstur þeirrar vinnu koma í ljós.

------------------------------------------------

Mér barst eftirfarandi upplýsingar frá formanni Kvenfélags Álftaness:

Þær konur sem hafa áhuga á að sækja þorrablóðið hjá okkur þá eru ennþá til lausir miðar og að þær tækju fagnandi á móti ykkur.

Miðaverð er kr. 8000.-, Þorramatur (og steikur!) frá Múlakaffi. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhaldið hefst kl. 20:00. Ballið er til kl. 2:00, Matti Matt og Rokkabillíbandið spila undir dansi.

Foresti Íslands hefur boðað komu sína og svo bæjarstjóri einnig ásamt fleiri gestu bæði af Álftanesi og annars staðar.

Góðar kveðjur eru frá stöllum okkar á nesinu.

----------------------------------------------

Með bestu kveðju og sól í hjarta

Ágústa Magnúsdóttir, formaður

Þorrablót KGB 21. janúar 2017

 

Þorrablót Kvenfélags Garðabæjar 2017

Kæra félagskona

Nú endurvekjum við þorrablót KGB þann 21. janúar 2017 að Garðaholti.  Húsið opnar kl. 18:30 og boðið verður upp á fordrykk.  Borðhald hefst kl. 19:30.  Þorramatur frá Múlakaffi.

Skemmtiatriði að hætti Ólafar og Guðrúnar eins og þeim einum er lagið.  Ljúfir tónar síðan lokka okkur í dans að loknu borðhaldi og skemmtun og dansað verður fram á rauða nótt.
Spjöllum, drekkum, borðum og dönsum eins og enginn sé morgundagurinn!!

Fjölmennum og skemmtum okkur saman á þorranum.
Tveir gestir utan maka eru hjartanlega velkomnir!

Miðaverð kr. 7.500.-

Miðapantanir fimmtudaginn 5. janúar milli kl. 17:00 og 18:00 hjá Auði í síma 860 4041 og Valgerði í síma 867 4530
Miðarnir verða afhentir mánudaginn 16. janúar milli kl. 17:00 og 18:00 á Garðatorgi fyrir framan Víði.  Posi verður á staðnum.

Koma svooo... stelpur.  Nú verður fjör og gaman saman!!!!!

Skemmtinefnd KGB

Jólakveðja frá formanni

🎄Jólakveðja frá formanni 🎄
🎄Tileinkað öllum félagskonum í KGB🎄

Kærleikur jólanna

Svo kærleikur jólanna komist á flug
við köllum fram gleði sanna.
Og opnum með fegurð hinn einlæga hug
hinn andlega fjársjóð manna.

Ég ákveð í huga að krjúpa á kné
og kvenfélagsandinn lifir.
Ég bið um að styrkist öll vináttu vé
að vakað sé okkur yfir.

Og bænunum mínum í ég fylgi á flug
því flug þeirra takmark hefur.
Svo okkur hér takist að efla þann dug
þann anda sem vonir gefur.

Í bænunum fel ég hin fegurstu nöfn
hjá farsæld í huga snjöllum.
Svo kærleikur jólanna komist í höfn
hjá konunum mínum öllum.

Höf.: Kristján Hreinsson

Ljós heimsins lýsi ykkur um ókomna tíð 🎄

Jólakveðja frá stjórn KGB 2016

Kæru kvenfélagskonur

Stjórn KGB óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar og friðsælt og kærleiksríkt nýtt ár, með þakklæti fyrir yndislegar samverustundir á árinu sem senn er liðið. Við hlökkum til endurfunda á nýju ári og vonum að það verði okkur öllum og félaginu gæfuríkt.

Megi ljós heimsins og kærleikur fylgja ykkur öllum og félagi okkar um alla tíð.

Við þökkum öllum af einlægni og hlýju sem hafa styrkt okkur á árinu og óskum þeim gæfuríks komandi ár.

Ást og friður💖🎄
Stjórnin

https://www.youtube.com/watch?v=aTI2SA1HFcE

Jólafundaboð 2016 - KÍ

JÓLAFUNDARBOÐ 2016

 

Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn á Hallveigarstöðum föstudaginn 18. nóvember nk. kl. 17:00

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eftir því sem húsrúm leyfir, eru boðnar velkomnar. Boðið verður uppá kaffiveitingar og hefðbundna jólafundardagskrá, munið happadrættið.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en þriðjudaginn 15. nóvember n.k. í síma 552 7430 eða á tölvupóstfangið:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Með kveðju,

stjórn Kvenfélagasambands Íslands

 

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.