Sumargleði Kvenfélags Garðabæjar fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:30

Sumargleði Kvenfélags Garðabæjar til styrktar KONUKOTI
verður haldin á Garðaholti, fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:30
húsið opnar kl. 19:00

Þetta er skemmtikvöld fyrir ALLAR KONUR.

Sigga Kling mun stjórna gleðinni af sinni alkunnu snild og hin eina sanna Þuríður Sigurðardóttir söngkona og sumargleðidrottning mun taka nokkur lög.

Tískusýning frá versluninni Evuklæði.
Lukkuleikur, margir glæsilegir vinningar.
Léttar veitingar.

Konur, fjölmennið og takið með ykkur gesti þannig

STYRKJA KONUR KONUR. image002.png

Aðventumessa í Garðakirkju sunnudaginn 3. desember kl. 14

Nú líður senn að því sem við hlökkum alltaf til, aðventunnar. 
Þá er eitthvað svo áþreifanlegt að jólin eru skammt undan.
Fyrsta sunnudag í aðventu er skemmtilegur siður í Kvenfélagi Garðabæjar í heiðri hafður. Þá koma félags konur að messuhaldi í Garðakirkju.

Formaður kveikir á fyrsta aðventukertinu.
Helga Björk Jónsdóttir djákni sér um messuna.
Svanhildur Gísladóttir flytur hugvekju.
Inga Hildur Yngvadóttir er með lestur og
Ellen Sigurðardóttir er með lestur.

Aðventu.jpg

Endilega fjölmennið kæru félagskonur og takið með ykkur gesti.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar.
Með bestu kveðju Helena formaður

17. júní 2017 Kaffihlaðborð.

17. júní 2017 Þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í FLATASKÓLA kl. 14:00 - 17:00
Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13:00 í anddyri skólans.

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju
17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

 

Prjónakvöld / hittingur

Hittingur / Prjónakvöld

Mánudagurinn 27. febrúar 2017

19:30-22:00

Garðaholti

Sælar kæru Kvenfélagskonur,

þá er komið að fyrsta “Hitting”.

Á síðasta aðalfundi félagsins var ákveðið að félagið verði með reglulegan “hitting” þar sem konur geta gert eitthvað skemmtilegt saman og rætt var um að þetta væri kjörinn vettvangur fyrir félagskonur til að hittast og prjóna saman útskriftarhúfurnar.

Kaffinefndin sér um að vera með heitt á könnunni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar næsta mánudag.

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.