Vorfundur Kvenfélags Garðabæjar
Síðasti félagsfundur vetrarins verður að Garðaholti þriðjudaginn 7. maí og hefst kl. 19:30.
Samkvæmt venju er þetta matarfundur og er boðið upp á Villisveppasúpu frá veitingarstaðnum Kryddlegin hjörtu og tertu með rjóma.
Verð fyrir matinn er kr.2500.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 3.maí til einhverra neðangreindra eða leggið inn á reikning félagsins hjá Arion banka: 0318-26-11124, kt.: 700169-7319. Munið að setja MATUR í skýringu.
Heiðrún Hauksdóttir gsm.893-1425/heimas.565-7116
Ágústa Magnúsdóttir gsm.660-6062/heimas.565-8218
Millý Svavarsdóttir gsm.693-4477/heimas.461-3331
Skemmtinefndin er skipuð þeim Önnu Þórðardóttur og Auði Guðmundsdóttur.
Þema fundarins eru hattar og slæður í öllum regnbogans litum.
Fundarsölunefnd verður með spennandi vörur svo við minnum á budduna .
Vorferðin verður þann 11.maí og enn er tekið við skráningum hjá:
Þórunni Árnadóttur sími 5658270
Ólöfu Ingþórsdóttur (Lóló) sími 5614151