Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 4. mars 2025 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00.
Dagskrá kvöldsins:
Hefðbundin fundarstörf
Kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna sem hópur 2 sér um
Gestur fundarins er Bára Einarsdóttir
Bára Einarsdóttir er vottaður streituráðgjafi með áralanga reynslu af stjórnunarstörfum í viðskiptaumhverfi. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum og vinnustöðum að draga úr streitu, byggja upp streituþol og skapa betra jafnvægi í lífi og starfi. Í fyrirlestrinum mun Bára fjalla um hvað streita er, hvernig hún birtist í líkamlegum og andlegum einkennum, áhrif hennar á heilsu og hvaða lausnir eru áhrifaríkastar til að takast á við hana.
Nánari upplýsingar um Báru má finna á heimasíðu Streitu og streitustjórnunar, www.streita.is.
Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið vinkonum með.
Alltaf meira gaman saman
Vinsamlega skráið ykkur á fundinn á vefsíðu félagsins https://kvengb.is/dagskra/ eða með tölvupósti ritari@kvengb.is en einnig er hægt að senda sms í síma 8957811.
Vinsamlega leggið fundargjaldið kr. 2.000 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169- 7319 jafnframt verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Steinunn Bergmann formaður