Boðað er til félagsfundar þann 3. mars n.k. hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti og hefst hann kl. 19
Hópur 6 sér okkur fyrir veitingum
Hópstjórar eru:
Sonja Margrét Halldórsdóttir/Svanhildur Gísladóttir
Kaffi/nefndargjald 1.500 kr.
Það er velkomið að taka með sér handavinnu/prjóna. Það sem toppar kvöldið eru leynigestir sem munu skemmta okkur.
Listakonan Jóhanna Maack kynnir glæsilegar silkislæður.
Endilega takið með ykkur gesti
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og höfum gaman saman.
F.h. stjórnar kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasdóttir formaður
Komið þið sælar kæru félagskonur.
Góð kvenfélagskona, gulli betri
Dagur Kvenfélagskonunnar er 1. febrúar 2020
Innilegar hamingjuóskir til ykkar með dag kvenfélagskonunnar þann 1.febrúar 2020
„Gyllum tilveruna“
Meðf. er skjal um söfnum á vegum KÍ fyrir tækjum og búnaði sem tengir rafrænt saman ómtæki hvar sem er á landinu. Tilefnið er 90 ára afmæli Kvenfélagsambands Íslands Söfnun í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands sem stofnað var 1. febrúar 1930
Kærleikur - Samvinna - Virðing
Kærleikskveðja,
f.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður
--------------
ATH. Leggið andvirði armbands inn á reikning Kvenfélags Garðabæjar
Kennitala 700169 -7319 Reikningsnúmer 0318-26-011124
Desember hefur verið viðburðaríkur hjá Kvenfélagi Garðabæjar.
Fyrsta sunnudag í aðventu í Vídalínskirkju tóku félagskonur þátt í dagskrá dagsins ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur.
Jólafundurinn var haldinn 3. desember á Garðaholti. Konur fjölmenntu á fundinn og nutu samveru við kvöldverð og fjölbreytta dagskrá. Þar fóru einnig fram styrkveitingar félagsins fyrir árið 2019; til Minningar og styrktarsjóðs Arnarins, Styrktarsjóðs Garðasóknar og MS félags Íslands.Þær þökkuðu veglega styrki og kynntu starfsemi þessara styrktarsjóða.
Fleira skemmtilegt var gert, Helga Björk Jónsdóttir djákni flutti jólahugvekju um jólavenjur, Mosfellskórinn söng jólalög og kona kvöldsins var valin.