Prjónakvöld / hittingur

Hittingur / Prjónakvöld

Mánudagurinn 27. febrúar 2017

19:30-22:00

Garðaholti

Sælar kæru Kvenfélagskonur,

þá er komið að fyrsta “Hitting”.

Á síðasta aðalfundi félagsins var ákveðið að félagið verði með reglulegan “hitting” þar sem konur geta gert eitthvað skemmtilegt saman og rætt var um að þetta væri kjörinn vettvangur fyrir félagskonur til að hittast og prjóna saman útskriftarhúfurnar.

Kaffinefndin sér um að vera með heitt á könnunni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar næsta mánudag.

Kveðja frá Ágústu Magnúsdóttur

 Til félagskvenna Kvenfélags Garðabæjar

Kveðja frá Ágústu Magnúsdóttur formanni 2015-2017

 

Ef kemur saman kvennahjörð                Að ljúka verki létt er sagt   

fær kátína að ríkja                                  en ljúfar stundir vakna

en erfitt kvabb á okkar jörð                     Því margt var gert á minni vakt

þarf auðvitað að víkja.                            Og margs er nú að sakna.

 

Nú langa ferð ég lofa má                        Að vinna þetta var svo létt

þið lífi mínu breyttuð                               við verkin öll ég réði

ég fæ að þakka fyrir þá                           því ætíð hjálp var að mér rétt

farsæld sem þið veittuð.                          Af alúð, sátt og gleði.

 

Hjá vænstu konum veit ég að                 Á lífsins braut mig langar að

er verndarhjúpur þykkur                          létta ykkur skrefið

ég fæ að þakka fyrir það                         svo vil ég ykkur þakka það

sem fékk ég gert með ykkur.                   Sem þið mér hafið gefið.

 

Ef virk er hjálparhöndin sterk                                    Höf.: Kristján Hreinsson

er hópur aldrei dapur

hér vinnur þraut og þarfleg verk

þessi félagsskapur.