Kvenfélagsfundur 5. desember 2017 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur
Næsti félagsfundur, jólafundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember kl. 19:00

Þemað er rauttkerti.jpeg


Skemmtinefnd kvöldsins eru þær:
Bjarndís Lárusdóttir,
Sigríður Finnbjörnsdóttir,
Oddný Þóra Helgadóttir
Þær verða með eitthvað skemmtilegt á jólakvöldinu.

Hverfi 2 er í kaffinefnd, mæting er kl. 18.00

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Jólakveðja stjórn Kvenfélags Garðabæjar.

S.Helena Jónasdóttir formaður

Aðventumessa í Garðakirkju sunnudaginn 3. desember kl. 14

Nú líður senn að því sem við hlökkum alltaf til, aðventunnar. 
Þá er eitthvað svo áþreifanlegt að jólin eru skammt undan.
Fyrsta sunnudag í aðventu er skemmtilegur siður í Kvenfélagi Garðabæjar í heiðri hafður. Þá koma félags konur að messuhaldi í Garðakirkju.

Formaður kveikir á fyrsta aðventukertinu.
Helga Björk Jónsdóttir djákni sér um messuna.
Svanhildur Gísladóttir flytur hugvekju.
Inga Hildur Yngvadóttir er með lestur og
Ellen Sigurðardóttir er með lestur.

Aðventu.jpg

Endilega fjölmennið kæru félagskonur og takið með ykkur gesti.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar.
Með bestu kveðju Helena formaður