Jólafundur 6. desember 2016

Garðabær 2016

 

Kæru kvenfélagskonur

Jólafundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 6. desember 2016 kl. 19:30 að Garðaholti.

Í skemmtinefnd eru þær, Halldóra Ingibersdóttir, Ingibjörg Símanardóttir og Kristíana Kristjánsdóttir. Þær stöllur eru búnar að setja saman fróðlega og skemmtilega dagskrá fyrir kvöldið, tónlist, lestur, happdrætti og Helga Björk Jónsdóttir, djákni fer með erindi.

Í kaffinefnd er hverfi 3 og án efa verður hlaðborðið skreytt dásemdar veitingum.

Þema kvöldsins er litur aðventunnar „lilla“ og litur jólanna „rautt“.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Jólakveðja,

Stjórnin