Fréttir

Vorfundur 7. maí 2024 kl. 19:00

Vorfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti 7. maí 2024 kl. 19:00.
Lesa meira →

Félagsfundur 2. apríl 2024 kl. 19:00

Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti 2. apríl 2024 kl. 19:00.
Lesa meira →

Félagsfundur 5. mars 2024 kl. 19:00

Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti 5. mars 2024 kl. 19:00.
Lesa meira →

Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar

Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar 2024 verður haldinn þriðjudaginn 6. febrúar kl. 19 að Garðaholti.
Lesa meira →
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Gleðilegt sumar!
Vorfundur Kvenfélags Garðabæjar verður
haldinn að Garðaholti 7. maí 2024 kl. 19

Eftir almenn fundarstörf mun matur frá Grillvagninum verða borinn fram við undirleik Hilmars Hjartarsonar harmonikkuleikara
sem mun síðan kynna bók sína Móðir mín hetjan og aðrar kempur.

Þuríður Sigurðardóttir söngkona tekur lagið við undirspil Hilmars

Fundurinn verður í umsjón stjórnar og er matarfundur.
Grillvagninn framreiðir hamborgara með frönskum kartöflum og meðlæti. Það verður hægt að kaupa vín með matnum.
Fundargjald er kr. 4.500, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins: kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.

Það er hægt að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is eða með því að senda skilaboð / sms í síma 895-7811 einnig er hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.

Auk þess sem fram kemur í fundarboði þá mun Steinunn Bergmann varaformaður fara yfir niðurstöður vinnufundarins sem haldinn var í mars s.l. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ mun kynna dagskrá 40. landsþings Kvenfélagasambands Íslands. Og síðan er aldrei að vita hverju félagskonur taka upp á enda verður stemmningin óviðjafnanleg og því um að gera að deila og bjóða vinkonum með sér.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
... Sjá meiraSjá minna

... Sjá meiraSjá minna

... Sjá meiraSjá minna

Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar
að Garðaholti 2. apríl 2024 kl. 19

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf

Nú er kominn sá tími að við hugum að því að opna heimili okkar út
á verönd, svalir og út í garð og þá er gaman að skreyta með fallegum plöntum og jafnvel kryddi og matjurtum.

Petra Stefánsdóttir blómaskreytir og garðyrkjufræðingur verður með kynningu á plöntuvali í potta fyrir svalir, andyri og veröndina.

Fundurinn verður í umsjón hóps 2 og verða veitingar hefðbundnar að hætti félagskvenna. Fundargjald er kr. 2.000, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins, kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.

Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is eða með því að senda skilaboð / sms í síma 852-1619 einnig er hægt að senda tölvupóst á formadur@kvengb.is Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið
áhugasömum vinkonum með.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður
... Sjá meiraSjá minna

Video image

Nú fer hver að verða síðust að skrá sig í Rínarsiglinguna sem er orlofsferð þann 17. maí n.k. 9 daga ferð og mjög mikið innifalið, Skoðaðu ferðina á meðf. link orlofgk.is/rinarsigling-um-nordur-thyskaland-holland-og-belgiu/ einnig skaltu skoða skipið á þessum link. Þetta er stærsta fljótaskip í Evrópu og aðeins 2ja ára skip. www.youtube.com/watch?v=rGnMYUMV0ZI ... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsSkrifa athugasemd á Facebook

Skoða fleiri
Scroll to Top