Aðalfundur KGB 7. febrúar 2017

Garðabær 15. janúar 2017

 

Kæra kvenfélagskona.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar óskar þér og fjölskyldu þinni, gleði og friðar á nýju ári, og sendum kærleikskveðjur með innilegu þakklæti fyrir skemmtilegar samverustundir á árinu 2016.

 

Aðalfundur 7. febrúar 2017

 

Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar 2017 að Garðaholti og hefst hann kl. 19:30

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Kosið verður til formanns til tveggja ára, tvær konur í aðalstjórn til tveggja ára og fjórar konur í varastjórn. Kosið verður einnig í nefndir fyrir árið 2017. Einnig verður lögð til kosninga tillaga frá stjórn sem borin var upp á jólafundi 6. desember s.l.

Í skemmtinefnd eru þær Anna Þórðardóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Anna Bára Baldvinsdóttir. Í kaffinefnd er hverfi 1.

Hlökkum til samstarfsins í vetur og vonumst við til þess að sjá sem flestar ykkar á fundum félagsins.

 

Með bestu kveðju og sól í hjarta.

 

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar

www.kvengb.is

Þorrablót KGB 21. janúar 2017 - Aflýst

Kæra félagskona

Þorrablóti kvenfélagsins sem vera átti laugardaginn 21. janúar nk er aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Skemmtinefndin mun starfa áfram og með hækkandi sól mun afrakstur þeirrar vinnu koma í ljós.

------------------------------------------------

Mér barst eftirfarandi upplýsingar frá formanni Kvenfélags Álftaness:

Þær konur sem hafa áhuga á að sækja þorrablóðið hjá okkur þá eru ennþá til lausir miðar og að þær tækju fagnandi á móti ykkur.

Miðaverð er kr. 8000.-, Þorramatur (og steikur!) frá Múlakaffi. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhaldið hefst kl. 20:00. Ballið er til kl. 2:00, Matti Matt og Rokkabillíbandið spila undir dansi.

Foresti Íslands hefur boðað komu sína og svo bæjarstjóri einnig ásamt fleiri gestu bæði af Álftanesi og annars staðar.

Góðar kveðjur eru frá stöllum okkar á nesinu.

----------------------------------------------

Með bestu kveðju og sól í hjarta

Ágústa Magnúsdóttir, formaður