Haustferð Kvenfélags garðabæjar 18. september 2021

Kæra kvenfélagskona!

Það er komið að því!!!! Stundum segir maður allt er þegar þrennt er og í fjórða skiptið fullkomið og við skulum vona að það verði með þessa ferð. Meðf. auglýsing er haustferðin okkar sem verður laugardaginn 18. september n.k.  Í bókunni verður að skrá fullt nafn og kennitölu ásamt símanúmeri vegna Covid reglna.  Munið að skrá ykkur og greiða fyrir n.k. föstudag 10. september 2021

Haustferðin 2021 auglýsing endanleg

 

Hlökkum mikið til ferðarinnar með ykkur

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Pálína, Lára og Magnúsína

-----------------------------------------------------------

Fréttabréf Kvenfélags Garðabæjar 3. september 2021

Garðabæ. 3. september 2021

Kæru félagskonur!

Framundan eru bjartari tímar.

Fyrirhuguð dagskrá haustsins er eftirfarandi:

Vestmannaeyjaferð verður farin laugardaginn 18. september. Lagt verður af stað kl.8:00 frá Garðatorgi, efra bílaplani. Heimkoma áætluð um miðnætti. Félagssjóður niðurgreiðir ferðakostnað. Pálína Kristinsdóttir formaður ferðanefndar sendir ykkur næstu daga nánara fyrirkomulag ferðarinnar. Þetta verður örugglega frábær ferð sem félagskonur hafa beðið lengi eftir.

Félagsfundur, sá fyrsti í vetrarstarfinu, verður haldinn þriðjudaginn 5. október á Garðaholti. Nýr rekstraraðili Garðaholts mun framreiða kjúklingarétt m/salati, eitthvað sætt í ábæti einnig fylgir eitt glas rautt, hvítt eða gos. Verð kr. 3.800   Þema: kjólar og hattar. Nánari dagskrá send út síðar.

Félagsfundir til áramóta verða þriðjudagskvöldin 2. nóvember og 7. desember.

39. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands KÍ verður haldið í Borgarnesi dagana 15. - 18. október. Formaður og varaformaður munu sækja þingið fh. Kvenfélags Garðabæjar. Stjórnin hefur ákveðið að styrkja konur til þátttöku kr. 25.000 úr félagssjóði.

Skráningu á þingið þurfa félagskonur sjálfar að sjá um, það er gert rafrænt á vef https://www.kvenfelag.is/landsthing þar er einnig birt dagskrá þingsins. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir varaformaður. Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst.

Aðventumessa verður haldin sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl.11.00 í Vídalínskirkju með þátttöku Kvenfélagsins. Jóna Rún Gunnarsdóttir flytur hugvekju, Bjarndís Lárusdóttir, Oddný Þóra Helgadóttir flytja ritningarlestur. Kvenfélags messan féll niður 2020 vegna kórónuveirunnar.

Takið daginn frá og njótum samverunnar.

Fh. stjórnar

Erla Bil Bjarnardóttir, ritari

---------------------------------------------- 

BREIÐUM ÚT BIRKISKÓGA! LANDSSÖFNUN BIRKIFRÆJA HAUSTIÐ 2021

Kæra kvenfélagskona,

Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman og óskað eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitar friðuð svæði. Efnt verður til annars lands átak í söfnun birkifræja nú í haust 2021. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Kvenfélagasamband Íslands er nú einn af samstarfsaðilum verkefnisins og hvetur kvenfélagskonur til að taka þátt í að safna birkifræjum á sínum landsvæðum. Það skemmtilega við átakið er að þarna geta ungir og aldnir sameinast. Kvenfélagasamband Íslands vonar að kvenfélagskonur geri frætínsluna að árlegu verkefni og njóti útiverunnar, jafnvel grilla í lok dagsins.

Þegar fræ á birki hefur þroskast er hægt að hefja söfnun fræsins. Á sumum stöðum má gera ráð fyrir að birkireklar verði fullþroskaðir fyrir eða um miðjan september. Í fyrra safnaðist mest á Suður- og Vesturlandi en þar var með eindæmum gott fræár en frekar lélegt á Norður- og Austurlandi. Núna hefur þetta snúist. Á Norðurlandi og víða á Austurland er fræmagn á trjám með ágætum en mun lakara fyrir sunnan og vestan. Ekki er óalgengt að fræþroski sé mismikill á milli ára. Í fyrra var tekið á móti 274 kg af birkifræi. Mjög margir dreifðu sjálfir fræinu sem þeir söfnuðu í fyrra.

Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftslagsverkefni.

Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum.

Í haust verða fræ box að finna í verslunum Bónus um land allt. Einnig getur fólk fengið box á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Hægt er að skila fræjum í fræsöfnun tunnur sem eru í Bónus og víðar. Þá er tekið á móti fræi í starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Sjá upplýsingar á birkiskogur.is.

Þessa dagana er verið að þétta net móttökuaðstaða á Norður- og Austurlandi. Upplýsingar um mögulega móttökustaðir eru vel þegnar í síma 834 3100 (Kristinn) eða 896 3313 (Áskell).

Í fyrra skiluðu margir fræi í bréfpokum og eða pokum úr taui. Í pokana þarf setja miða með upplýsingum um söfnunarstað og dagsetningu – og muna að loka pokunum vel. Ekki nota plastpoka því nýtínd og rök fræ skemmst mjög fljótt í of þéttum umbúðum. Án efa eru sumir tilbúnir til að sauma fræpoka. Svona pokar eru tilvalin tækifærisgjöf!

Samstarfsaðilar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í birkisöfnunarverkefninu eru Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs, Heimilistæki, Tölvulistinn, Kvenfélagasamband Íslands og Lionshreyfingin.

Safna má birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október eða svo lengi sem reklar eru á birkitrjám. Yfirleitt hefur verið mælt með frætínslu í september og október, en í hlýjum árum mætti byrja tínslu fyrr þ.e. frá lokum ágúst.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu söfnunarinnar: www.birkiskogur.is       
 Birkifræ

Sjá líka á síðunni okkar kvenfelag.is

Kær kveðja,

Jenný Jóakimsdóttir

Kvenfélagasamband Íslands

Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum

Túngötu 14. 101 Reykjavík

www.kvenfelag.is

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

s: 552 7430/837 7430

 
-------------------------------------------------------------- 

17. júní 2021

Kæru kvenfélagskonur!

Vegna Covid eru engin hefðbundin hátíðahöld í Garðabæ en Björg Fenger fosteti bæjarstjórnar Garðabæjar var valin fjallkona ársins 2021 og sýnir meðf. myndband skautun fjallkonu og fer hún með ljóð. Fjallkona klæðist skautbúningi í eigu Kvenfélags Garðabæjar en ber skart í eigu Kvenfélags Álftaness.  


Video af skautun fjallkonu 2021 Hér

 

Aðalfundur kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti þann 8. júní 2021 kl. 19

Kæru kvenfélagskonur!
Boðað er til aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar 2021 á Garðaholti þriðjudaginn 8. júní 2021 kl.19:00

Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar á milli aðalfunda
Fundargerð síðasta félagsfundar
Ársreikningur Kvenfélagsins 2020
Ársreikningur Garðaholts 2020
Stjórnarkosning í aðalstjórn og varastjórn.
Kosning nefnda fyrir árið 2021 - 2022
Lagabreytingar - engar tillögur hafa borist
Önnur mál:
- Málefni Garðaholts

-       
Vináttan er eina límið sem dugir á heiminn

Veitingar eru í boði félagsins í umsjón stjórnar

Nú mega koma saman 150 manns með sínum takmörkunum.
Fundarboð þetta verður borið út til þeirra sem ekki eru nettengdar.

Konur þurfa að skrá sig til fundarins (með nafni og síma) vegna veitinga í boði félagsins fyrir 2. júní n.k.

Skráning skal berast til Erlu Biljar, ritara á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 680 8585.

Fylgt verður sóttvarnarreglum

Sumarkveðja
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir, formaður