Kvenfélag Garðabæjar 63. ára 8. mars 2016

Kvenfélag Garðabæjar stofnað 8. mars 1953

Ágætu félagskonur

Innilegar hamingjuóskir með 63. ára afmæli félagsins okkar.  Megi það halda áfram að dafna og þroskast.  Eftirfarandi setning er úr afmælistdagbók 8. mars.

"Heimilislíf þitt ætti að verða mjög farsælt og hið alúðlega viðmót þitt mun afla þér margra vina."

Afmæliskveðja,

Ágústa, formaður

Félagsfundur 5. apríl 2016

Ágætu félagskonur

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2016 kl. 19:30 að Garðaholti.  Þema kvöldsins er GULL

Í kaffinefnd er hverfi 5 og í skemmtinefnd eru þær, Anna Sigurbrandsdóttir, Millý og Ólöf Svavarsdætur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Með bestu kveðju og sól í hjarta

Ágústa, formaður

Gleðilega Páskahátíð

Kæru félagskonur

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar, óskir um Gleðilega Páskahátíð.  Megi þið njóta sem allra best.

Páskakveðja,

Stjórnin

Vorfundur 2015

Kvenfélag Garðabæjar

Kæra félagskona  :)

Vorfundur félagsins hjá Kvenfélagi Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 3. maí n.k. að Garðaholti og hefst kl. 19:30.

Þetta er matarfundur og verður boðið upp á girnilegt kjúklingasalat og sætan bita með kaffinu á eftir að hætti Aðalsteins kokks.  Verð fyrir matinn er kr. 2.500.-

Þema kvöldsins er „Litríkar slæður“

Í skemmtinefnd eru þær:  Helga Friðriksdóttir, Valgerður Friðriksdóttir og Svava Gústavsdóttir.  Hverfi 4 er í kaffinefnd.

Tilkynna má þátttöku fyrir fund til Ágústu Magnúsdóttur í síma 660 6062 eða 565 8218.  Einni má senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leggja má inná reikning félagsins hjá Arion banka: 0318-26-11124, kt.: 700169-7319. Munið að setja MATUR í skýringu.

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Með sól í hjarta

Hverfi 4 - kaffinefnd

www.kvengb.is

Félagsfundur 3. nóvember 2015

Ágætu kvenfélagskonur

Félagsfundur verður haldinn þríðjudaginn 3. nóvember 2015 að Garðaholti kl. 19:30

Steinar J. Lúðvíkson höfundur bókarinnar Saga Garðabæjar, verður gestur kvöldsins.

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar.

Bestu kveðjur,

Ágústa, formaður