Tilkynning frá ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Kæra kvenfélagskona!

Eins og við vitum allar þá komumst við ekki alveg fyrir þessa hræðilegu COVID-19 veiru og finnst okkur því ekki rétt að leggja af stað í ferðalag til Vestmannaeyja þetta árið.   Við munum því stefna á að fara í vorferð næsta vor laugardaginn 15. maí 2021 þar sem við hristum okkur saman eftir tvo erfiða vetur.  Takið daginn frá núna svo að þið missið ekki af þessari flottu vorferð sem við misstum af á árinu 2020.  Við munum kynna hana síðar í vetur með pompi og prakt.  Njótið lífsins þrátt fyrir Covid og höldum gleðinni.       
   Hjartalaga lítil      

Með kærri ferðakveðju,

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Pálína Kristinsdóttir
Lára Kjartansdóttir
Magnúsína Valdimarsdóttir

Fjáröflunarkvöld fellur niður á árinu 2020

Kæru kvenfélagskonur! 

Af fordómalausum ástæðum hefur fjáröflunarnefndin ákveðið að ekkert fjáröflunarkvöld verði haldið á árinu 2020 en þeim mun öflugra á komandi ári.  

Sedlar ISK

Með kærri kveðju,

F.h. fjáröflunarnefndar 
Steinunn Bergmann
Þuríður Sigurðardóttir

 

Kvenfélagskonur láta gott af sér leiða

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar afhenti styrk sem lítinn þakklætisvott á tímum Covid 19.

Þann 8. maí 2020 afhenti Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður Kvenfélag Garðabæjar, Ara Hauksyni formanni Brunavarnafélags Reykjavíkur gjafabréf að upphæð kr. 200.000    

Félagsmanna í Brunavarðafélaginu hefur sjaldan verið getið í umræðunni um framlínu aðila í þessu Covid ástandi sem uppi er. Þetta eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn en þeir eru oft fyrsti viðkomustaðurinn inn í heilbrigðiskerfið. Með þessu vill Kvenfélagið sýna þeim táknrænan þakklætisvott fyrir þeirra störf á þessum óvissutíma.

Gjafabréf var afhent utan við eina bækistöð liðsins við Tunguháls úti á plani í sólskini úti á plani að viðstöddum fulltrúum Kvenfélagsins og slökkviliðs og sjúkraflutninga og auðvitað tveggja metra reglan viðhöfð.

Afhentur styrkur til slökkviliðs og sjúkraflutningamanna þann 8.5.2020 minni
Brunavarðafélag Reykjavíkur er starfsmannafélag Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) sem varð til 1. júní 2000 við sameiningu Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar.

Stofnendur og eigendur SHS eru sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður.


Með sumarkveðju
Stjórnin

Vorhreinsun Kvenfélagsins 14. maí 2020 kl. 16:30

Komið þið sælar kæru Kvenfélagskonur ég vona að þið hafið allar haft það gott og eru við góða heilsu.


Vorhreinsun Kvenfélagsins

Kvenfélagskonur taka þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar með því að snyrta og tína rusl umhverfis Garðaholt.

Mætum hressar og kátar í Garðaholt fimmtudaginn 14. maí kl.16:30

Pokar og áhöld á staðnum.


Hlakka til að sjá ykkur. 

Boðið verður uppá heitt kakó og meðlæti í lokin.

vorhreinsun loda 2020 lítil

Kærleikskveðja

Helena Jónasdóttir formaður

Ganga KSGK 7. maí nk. frestað til ársins 2021

Kæru Kvenfélagskonur!
Í ljósi aðstæðna höfum við Gefnarkonur ákveðið að fresta KSGK göngunni fram í maí 2021 og mætum þá hressar og skemmtilegar.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar                                                                     hópur kvenna