Kvenfélag Garðabæjar boðar til félagsfundar að Garðaholti þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur!
Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti  þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 19:00    

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf. 

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur kynnir skólann og starfsemina en skólinn nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.

  Verslunin ILVA í Kauptúni verður með sumarkynningu, sölufólk á staðnum sem kynnir húsgögn og smávörur úr sumarlínu 2023. Flottur afsláttur fyrir gesti fundarins.  

Boðið verður upp á súpu með súrdeigsbrauði frá Álftanes Kaffi. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á hóflegu verði.

Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning
kt. 700169-7319 0318-26-11124.
Þú getur valið netbankann þinn beint af okkar vefsíðunni til að greiða.

Félagskonur þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu, netfangi og merkja atburð á vefsíðunni  okkar hér eða senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða í síma 895 7811 Svövu Gústavsdóttur ritara.

Vorferð Kvenfélags Garðabæjar er áætluð  laugardaginn 13. maí  n.k. ef að næg þáttaka verður og er stefnan á Stykkishólm. Lagt af stað kl. 8 frá Garðatorgi 7.

Vorganga KSGK verður fimmtudaginn 25. maí. Kvenfélag Álftaness býður til göngu um Bessastaðanes. Að göngu lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar á Bessastöðum. Mæting á malarbílastæðið við Bessastaðakirkju. Það þarf að tilkynna þátttöku til Kvenfélags Garðabæjar fyrir 15. maí n.k.

Vonumst til að félagskonur fjölmenni á þessa viðburði og taki með sér gesti.

Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

 

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top