Kæru Kvenfélagskonur!
Ný stjórn var kjörin á nýliðnum aðalfundi og hefur skipt með sér verkum. Steinunn Bergmann er varaformaður, Svava Gústavsdóttir ritari, Anna Nilsdóttir gjaldkeri, Sonja M Halldórsdóttir meðstjórnandi og varamenn eru þær Auður Guðmundsdóttir og Ellen Sigurðardóttir.
Boðað er til afmælisfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti miðvikudaginn 8.03.2023 kl.19:00 í tilefni að 70 ár eru liðin frá stofnun Kvenfélagsins. ATH. að reglulegur fundartími færist frá þriðjudegi yfir á miðvikudag í þetta sinn.
Á dagskrá fundarins er venjuleg félagsstörf en á eftir fundinn verður borinn fram kvöldverður og síðan fylgir skemmtidagskrá.
Boðið verður upp á Lambafille með meðlæti og í eftirrétt verður smákaka og konfekt. Verð er kr. 3.000 vinsamlega leggið inn á reikning kt. 700169-7319 0318-26-11124. Rauðvín og hvítvín verður til sölu á staðnum á kr. 1.000
Félagskonur þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu og netfangi á vefsíðunni okkar hér eða senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða í síma 895 7811 Svövu Gústafsdóttur ritara.
Afmælisfundurinn verður ekki auglýstur í fjölmiðlum heldur kynntur með fréttabréfi þessu til félagskvenna sem og á heimasíðu og fb síðu félagsins.
Skráning á fundinn þarf að berast eigi síðar en mánudaginn 6. mars n.k
Það er von stjórnarinnar að félagskonur njóti kvöldsins og skemmti sér saman í frábærum félagsskap.
Við hlökkum til að sjá ykkur í hátíðarskapi.
Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður
Athugið að aðalfundur KSGK verður haldinn á Álftanesi laugardaginn 4. mars n.k., vinsamlega tilkynnið þátttöku til Halldóra í síma 852-1619 og fáið nánari upplýsingar.