Kæru Kvenfélagskonur!
Boðað er til aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar á Garðaholti þriðjudaginn 7. febrúar 2023 kl. 19:00
Á dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
- Fundargerð síðasta félagsfundar
- Ársskýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins ársins 2022
- Umræður um skýrslu og ársreikninga
- Reikningar félagsins bornir undir atkvæði
- Ákvörðun félagsgjalda
- Stjórnarkjör
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Nefndakjör fyrir 2023 – 2024
- Önnur mál
Aðalfundurinn er í umsjón stjórnar og eru flottar veitingar. Fundargjald er kr. 1.500
Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér á vefsíðunni okkar https://kvengb.is/dagskra/ og fer þá pósturinn beint til ritara. Ef að þú ert ekki með tölvu má hringja í ritara Guðrúnu Eggertsdóttur í síma 698 9359 og bóka sig hjá henni.
Vinsamlega leggið fundargjaldið kr.1.500 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319. Einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.
Hlökkum til að sjá sem
flestar kvenfélagskonur
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður