Boðað er til Jólafundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 3. desember 2024 kl. 19:00.
Kæru félagskonur!
Með jólafundi kvenfélagsins og aðventumessunni sem félagskonur taka þátt í má segja að aðventan hefjist fyrir alvöru í hugum margra félagskvenna. Það er hátíðleg stemmning, ilmur af jólum, friður og fegurð sem umvefur okkur og við tökum með okkur þegar við höfum komið saman í upphafi aðventunnar.
Dagskrá:
- Venjuleg fundarstörf
- Sr. Hans Guðberg Alfreðsson flytur hugvekju
- Hrannar Bragi Eyjólfsson kynnir ævisögu sr. Braga Friðrikssonar og fer yfir samstarf hans við kvenfélagið
- Einar Örn Magnússon tónlistarmaður flytur nokkur lög
Kaffihlaðborð að hætti félagskvenna í umsjón hóps 4. Fundargjald er kr. 2.000, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins, kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.
Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is HÉR eða með því að senda skilaboð / sms í síma 895-7811 einnig er hægt að senda tölvupóst á
ritari@kvengb.is. Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið
áhugasömum vinkonum með.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður