Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 1. október 2024 kl. 19:00.
Eftir almenn fundarstörf verður borinn fram matur.
Gestur fundarins er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar – Margir þræðir menningarfulltrúa.
Safnaverðlaun m/Hönnunarsafnskonum Í Jazzþorpinu – með Ómari Guðjónssyni.
Ólöf Breiðfjörð var ráðin í nýtt starf menningarfulltrúa Garðabæjar í júní 2020. Í erindi sínu segir hún frá starfinu og öllu því sem hún hefur byggt upp á þessum fjórum árum. Ólöf mun þó einnig kynna bakgrunn sinn svo áheyrendur geti glöggvað sig á konunni á bak við hugmyndirnar og starfið.
Fundurinn verður í umsjón stjórnar og er matarfundur. Boðið verður upp á „Bouillabaisse“ Fiskisúpu frá Brasserie Kársnes með rækjum, hörpuskel, steinbít, epli & saffran aioli. Það verður hægt að kaupa vín með matnum.
Fundargjald er kr. 4.500, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins: kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.
Það er hægt að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins undir dagskrá hér á vefsíðunni eða með því að senda skilaboð / sms í síma 895-7811 einnig er hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is. Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið áhugasömum vinkonum með.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður