Kæru Kvenfélagskonur
Gleðilegt nýtt ár og hjartans þakkir fyrir liðið ár. Við stjórnarkonur vonum innilega að hátíðin hafi verið þér og þínum ljúf og óskum þess að nýja árið færi ykkur og fjölskyldum ykkar farsæld á nýju ári. Hvað það nýja ber í skauti sér, saman eftir því við verðum öll að bíða.
Að lifa á tímum heimsfaraldurs er krefjandi fyrir okkur öll. Við stöndum ítrekað frammi fyrir áskorunum, þurfum að breyta hvernig mögulegt er að gera hlutina, hittum færri og lifum við óvissu.
Stjórn kvenfélags Garðabæjar hefur ákveðið í ljósi reglugerðar um takmörkun á samkomum, vegna sóttvarna og mikillar smithættu að fyrirhuguðum aðalfundi, sem átti að vera 1. febrúar 2022 verði frestað og settur á dagskrá síðar eins fljótt og frekast er unnt.
Kærleikskveðjur
F.h. stjórnar kvenfélagsins
S.Helena Jónasdóttir formaður