Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 4. nóvember 2025 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00
Dagskrá kvöldsins:
Hefðbundin fundarstörf
Kaffihlaðborð í umsjá hóps 4
Gestur kvöldsins er Kristín Berta Guðnadóttir félagsráðgjafi sem fjallar um listina að lifa, sjá nánar á vefsíðu hennar https://salarlist.is/pages/medferd-radgjof
Hvetjum konur til að mæta með það sem er á prjónunum, hekl eða útsaum til að deila með hver annarri.
Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið gestum með, vinkonum, dætrum, frænkum. Spjöllum saman, alltaf meira gaman saman.
Mikilvægt er að skrá þátttöku og staðfesta með því að leggja fundargjaldið kr. 2.000 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319 greiðsla gildir sem skráning.
Jafnframt verður hægt að greiða gjaldið á fundinum en þá er nauðsynleg að skrá þátttöku á vefsíðu félagsins https://kvengb.is/dagskra/ með tölvupósti ritari@kvengb.is eða senda sms í síma 8957811.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Steinunn Bergmann formaður