Félagsfundur 7. október kl. 19:00

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 7. október 2025 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00.

Dagskrá kvöldsins:

  • Hefðbundin fundarstörf
    Boðið upp á lasagna, salat og brauð að hætti Óla kokks og sætan bita.
  • Ræðukona kvöldsins er Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands sem fjallar hlutverk sambandsins og vitundarvakningu gegn einmannaleika.

Lögð verður áhersla á bleikt þema október og bleiku slaufuna sem má nálgast í margvíslegri útgáfu, líka uppskrift af vettlingum Bleika slaufan 2025 – Prjónasíða Bjöggu Hvetjum konur til að mæta með það sem er á prjónunum, hekl eða útsaum til að deila með hver annarri.

Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið vinkonum með. Spjöllum saman, alltaf meira gaman saman.

Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið vinkonum með. Spjöllum saman, alltaf meira gaman saman.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn á vefsíðu félagsins https://kvengb.is/dagskra/ eða með tölvupósti ritari@kvengb.is en einnig er hægt að senda sms í síma 8957811.

Staðfesta þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 föstudaginn 3. október og staðfesta með því að leggja fundargjaldið kr. 4.500 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319. Jafnframt verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.


F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Steinunn Bergmann formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top