Félagsfundur þriðjudaginn 7. nóvember í Garðaholti

GESTIR FUNDARINS ERU FÉLAGSKONUR KVENFÉLAGS ÁLFTANESS

Kæru félagskonur!

Við ætlum að hittast á fundi á þessu fallega hausti að Garðaholti þriðjudaginn 7. nóvember 2023. Við eigum yndislega kvöldstund í vændum með góðum gestum.

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.

Guðrún Brynjólfsdóttir formaður Kvenfélags Álftaness
segir frá gróskumiklu starfi félagsins.

Ólafía Jóhannsdóttir – Hin íslenska Móðir Teresa Norðursins
Sveindís Anna Jóhannsdóttir flytur erindi um Ólafíu sem var m.a. einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags og var fyrsta íslenska konan til að gefa út sjálfsævisögu.

Ferðanefndin kynnir vorferð næsta árs
Framundan er veturinn með sínum fallegu töfrum og veðurfars, inniveru og nándar og þá er ljúft að ylja sér við væntingar þess sem
bíður okkar næsta vor.

Veitingar verða hefðbundnar að hætti félagskvenna.

Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning félagsins nr. 0318-26-011124 – kt. 700169-7319.

Það er hægt að skrá sig á fundinn á heimasíðu félagsins kvengb.is, þar er merkt við viðburð og möguleiki á að velja netbankann beint af heimasíðunni til að greiða.

Það er einnig hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða senda skilaboð á símanúmer Svövu Gústavsdóttur ritara 895-7811.

Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar frá Álftanesi og öllum konum sem eru áhugasamar um samtakamátt kvenna í hópeflandi og gefandi félagsstarfi sem sinnir mannúðarstörfum í þágu samfélagsins.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top