GESTIR FUNDARINS ERU FÉLAGSKONUR KVENFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Á dagskrá eru almenn fundarstörf og strax á eftir veitingar að hætti félagskvenna; hlaðborð, kaffi og það verður hægt að kaupa léttvín.
Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson hefur gefið út lagið „Bærinn okkar“ sem er tileinkað Grindvíkingum á öllum aldri. Við upptöku lagsins komu til liðs við hann hljóðfæraleikarar á heimsvísu frá Los Angeles, sem allir gáfu vinnu sína til stuðnings Grindavíkur. Geir flytur nokkur lög og kryddar stemmninguna af sinni alkunnu snilld.
Fundurinn verður í umsjón hóps 3 og verða veitingar hefðbundnar að hætti félagskvenna. Fundargjald er kr. 2.000, vinsamlega leggið inn á reikning félagsins, kt. 700169-7319, reikningsnr. 0318-26-011124.
Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu félagsins, kvengb.is HÉR eða með því að senda skilaboð / sms í síma 895-7811. Einnig er hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is. Það er mikilvægt að vita um fjöldann vegna veitinga.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar og endilega bjóðið áhugasömum vinkonum með.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður