Félagsfundur þriðjudaginn 3. október í Garðaholti

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 3. október 2023 kl. 19:00.

Kæru kvenfélagskonur!
Boðað er til félagsfundar Kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 3. október 2023 kl. 19:00

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.

Fjallakofinn kemur í heimsókn og kynnir allt það nýjasta í skíðavörum fyrir komandi vetur:

  • Egill Ingi Jónsson landsliðsþjálfari í Alpagreinum og Sævar Birgisson Olympíufari og Íslandsmeistari á gönguskíðum kynna fyrir okkur það nýjasta í svig- og gönguskíðum ásamt tilheyrandi búnaði.
  • Einnig svara þeir spurningum varðandi búnað til styttri og lengri göngu- og útivistaferða sem verður áhugavert að fræðast um fyrir útivistina í náttúruperlunni Garðabæ.
  • Allar sem mæta á fundinn fá afhentan afsláttarmiða sem gildir í verslun Fjallakofans út októbermánuð.

Boðið verður upp á grilluð hunangs marineruð kjúklingalæri (úrb.) með hrísgrjónum, sætum kartöflum og jógúrtsósu. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á hóflegu verði.

Fundargjald er kr. 3.500 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning 0318-26-011124, kt. 700169-7319. Það er hægt að velja netbankann beint af heimasíðu félagsins kvengb.is við skráningu á fundinn hér eða senda tölvupóst á formadur@kvenbg.is og / eða í síma Halldóru 852-1619.

ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ VERÐUR AÐ SKRÁ SIG Á FUNDINN EÐA LÁTA VITA UM MÆTINGU.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar !

Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður

Kynning frá fjallakofanum
Fjallakofinn kemur í heimsókn og kynnir allt það nýjasta í skíðavörum fyrir komandi vetur.

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top