Félagsfundur 1. apríl kl. 19:00

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 1. apríl 2025 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00.

Dagskrá kvöldsins:

  • Hefðbundin  fundarstörf
  • Kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna í umsjá hóps 3  
  • Ræðukona kvöldsins er Björg Baldursdóttir sem fjallar um kvennaárið 2025 en 50 ár eru liðin frá Kvennaverkfallinu og árið því tileinkað konum.
  • Lögð verður áhersla á gult þema í anda páska, fundurinn er tileinkaður handavinnu og konur hvattar til að mæta með það sem er á prjónunum, hekl eða útsaum.
  • Tvær prjónakonur koma í heimsókn, þær Telma sem rekur netverslunina Prjónabær  https://prjonabaer.is/ og Edda sem rekur Garnbúð Eddu https://garnbudeddu.com/ og segja frá nýjum stefnum og straumum.

Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið vinkonum með. Alltaf meira gaman saman.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn á vefsíðu félagsins https://kvengb.is/dagskra/ eða með tölvupósti ritari@kvengb.is en einnig er hægt að senda sms í síma 8957811.

Vinsamlega leggið fundargjaldið kr. 2.000 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319  jafnframt verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.

F.h.  stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Steinunn Bergmann formaður

Scroll to Top