Dagskrá ársins
Dagskrá ársins 2022
Hér má sjá yfirlit yfir þá viðburði sem áætlaðir eru á árinu, með fyrirvara um samkomutakmarkanir og stöðuna í samfélaginu hverju sinni. Fyrir neðan er að finna skráningarform viðburða og upplýsingar um reglulega félagsfundi.
Skráning á viðburði
Skráning í ferð
Félagsfundir
Kvenfélag Garðabæjar heldur félagsfund sinn fyrsta þriðjudag í mánuði frá október – desember og febrúar – maí.
Fyrsti fundur og síðasti eru matarfundir og þarf að tilkynna þáttöku, en aðra fundi sem eru kaffifundir þarf ekki að tilkynna. Hver félagskona þarf að koma með bakkelsi einu sinni yfir veturinn og er það skipt eftir hópum.
Flestir félagsfundir eru haldnir í Garðaholti, Garðabæ.
Kæra kvenfélagskona!
Það er komið að því!!!! Stundum segir maður allt er þegar þrennt er og í fjórða skiptið fullkomið og við skulum vona að það verði með þessa ferð. Meðf. auglýsing er haustferðin okkar sem verður laugardaginn 18. september n.k. Í bókunni verður að skrá fullt nafn og kennitölu ásamt símanúmeri vegna Covid reglna.
Munið að skrá ykkur og greiða fyrir n.k. föstudag 10. september 2021.
Hlökkum mikið til ferðarinnar með ykkur
Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar
Pálína, Lára og Magnúsína