Félagsfundur 6. maí kl. 19:00

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 6. maí 2025 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00.

Dagskrá kvöldsins:
Hefðbundin fundarstörf
Matur frá Brasserie Kársnes, val er um kjöt eða vegan:

  • Lambaskanki, kartöflumauk, rauðvínssósa & rjómasoðið grænmeti
  • Svartbaunabuff með granateplum, kryddjurtasalati, kasjúhnetum & chimicurri
  • Kaffi og sætir bitar

Skemmtun og samvera
Lögð verður áhersla á kúrekaþema og konur hvattar til að tengja við þemað

Við vonumst til að sjá sem flestar á fundinum og endilega bjóðið vinkonum með. Alltaf meira gaman saman.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn á vefsíðu félagsins https://kvengb.is/dagskra/ eða með tölvupósti ritari@kvengb.is en einnig er hægt að senda sms í síma 8957811.

Staðfesta þarf þátttöku fyrir kl. 16:00 föstudaginn 2. maí og láta vita hvor rétturinn er valinn Vinsamlega leggið matar og fundargjald kr. 8.000 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319 jafnframt verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.

F.h.  stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Steinunn Bergmann formaður

Scroll to Top