Boðað er til Jólafundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 19:00.
Kæru félagskonur!
Aðventan nálgast og framundan er tími undirbúnings og væntinga sem snúast aðallega um samveru með sínum nánustu en einnig um kyrrð og frið þrátt fyrir umstang í aðdraganda hátíðanna og jafnvel einmitt vegna þess.
Nú hittast félagskonur í byrjun aðventu á sínum árlega jólafundi.
Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf.
- Sr. Matthildur Bjarnadóttir flytur hugvekju
- Söngur
- Hugleiðingar Þuríðar Sigurðardóttur á aðventu og jólum
Jólahlaðborð að hætti félagskvenna. Hópur 6 sér um jólastemmninguna.
Fundargjald er kr. 2.000 og eru konur vinsamlega beðnar um að greiða inn á reikning félagsins nr. 0318-26-011124 – kt. 700169-7319.
Það er hægt að skrá sig á fundinn á heimasíðu félagsins hér: kvengb.is/dagskra/
Þar er merkt við viðburð og möguleiki á að velja netbankann beint af heimasíðunni til að greiða. Það er einnig hægt að senda tölvupóst á ritari@kvengb.is eða senda skilaboð á símanúmer Svövu Gústavsdóttur ritara 895-7811
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Allar konur eru velkomnar og við hvetjum þær sem eru áhugasamar um samtakamátt kvenna í hópeflandi og gefandi félagsstarfi sem sinnir mannúðarstörfum í þágu samfélagsins að mæta og kynna sér Kvenfélag Garðabæjar.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
Halldóra Björk Jónsdóttir, formaður