Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar þriðjudaginn 1. nóvember 2022 á Garðaholti sem hefst kl. 19:00
Dagskrá kvöldsins:
Venjuleg fundarstörf
Formaður býður konur velkomnar og les skýrslu stjórnar
Ritari les síðustu fundargerð
Kaffihlaðborð kl. 19:30 Kaffihlaðborð að hætti Kvenfélagsfélagskvenna sem hópur 2 sér um. Hópstjórar eru Ellen Sigurðardóttir og Eygló Bjarnardóttir
Gestur kvöldsins Margrét Kjartansdóttir verður með erindi. Hún verður líka með INDVERSK SJÖL ULL OG SIlKI og gefur okkur 20% afslátt af þeim.
Við vonum að við sjáum sem flestar á fundinum og takið með ykkur gesti. Höfum gaman saman.
Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér á vefsíðunni okkar https://kvengb.is/dagskra/ og fer þá pósturinn beint til ritara. Ef að þú ert ekki með tölvu má hringja í ritara Guðrúnu Eggertsdóttur í síma 698 9359 og bóka sig hjá henni.
Vinsamlega leggið fundargjaldið kr.1.500 inn á reikning 0318-26-11124 kt. 700169-7319. Einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður