Kvenfélag Garðabæjar var með sitt árlega konukvöld til fjáröflunar þann 13. október s.l.

Kvenfélag Garðabæjar var með sitt árlega konukvöld til fjáröflunar sem var haldið á Garðaholti  þann
13. október 2022.

Eftir langt hlé sem er út af dottlu var loksins hægt að halda konukvöld sem tókst vel.  Konur fjölmenntu á kvöldið og skemmtu sér afar vel.

Á dagskrá kvöldsins var:
Tískusýning frá Dalakofanum í Hafnarfirði
Happadrætti sem gerði mikla lukku.

Aðal fjörinu héldu uppi Þuríður Sigurðardóttir söngkona og hennar synir Ásgeir Páll og Sigurður Pálmason.

Að venju svignuðu borðin undan veitingum að hætti Kvenfélagskvenna.

Fyrir hvert fjáröflunarkvöld er ákveðið fyrirfram hvað skal styrkja og að þessu sinni urðu fyrir valinu  Ljónshjarta. Þema kvöldsins var Grípum Ljónshjartabörn.

Félagskonur fengu góða kynningu af starfsemi Ljónshjarta á félagsfundi þann 4. október 2022 sjá www.ljonshjarta.is

Fyrirtækjum og einstaklingum er gáfu til happdrættisins eru færðar sérstakar þakkir frá Kvenfélagi  Garðabæjar.

Konum í fjáröflunarnefnd og stjórnakonum eru þökkuð vel unnin störf.

Með kærleikskveðju
S.Helena Jónasdóttir
formaðu

Kvenfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar var stofnað 8. mars 1953.
Félagið er aðili að Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu (K.S.G.K.), Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) og Húsmæðrasambandi Norðurlanda.

Nýjustu fréttirnar

Scroll to Top