Innihald:

1 dós bakaðar baunir í tómatsósu
6 dl. grænmetissoð
1 dós niðursoðnir tómatar
2 gulrætur, þunnt sneiddar
3 fínsaxaðir laukar
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk. timían
salt og pipar
1 bolli makkarónur


Baunir og tómatar eru sett saman í pott. Grænmetissoði,
gulrótum, lauk, hvítlauk og timían bætt út í og látið sjóða
í 30 mín. eða þar til gulræturnar eru soðnar. Kryddaðu
með salti og pipar eftir smekk. Súpan er borin fram með
heilhveitibrauði og osti.