Innihald

Vatn: 2 l.
Gulur laukur: 2-4 st.
Ólífuolía: 2-3 msk.
Kjötkraftur: eftir smekk. (dökkur)
Grænmetiskraftur: eftir smekk.
Hvítlaukur: 2-3 rif. (maukaður)
Timían: 1 grein.
Tómatar: 1 ds. (ca. 300 gr. gróf-skornir)
Smjör: 100 gr. (ef steikja á brauðið á pönnu)
Brauð: 10-12 sneiðar. (ristaðar eða steiktar)
Ostur: 10-12 sneiðar.


Aðferð.

1. Olían er sett í pott og hituð þar til að byrjar að rjúka úr
henni. Þá er laukurinn settur út í olíuna og hann
brúnaður gullinbrúnn,

2.Vatninu er bætt út í ásamt kjötkrafti, timían, hvítlauk og
tómötum. Þegar suðan kemur upp er allur sori fleyttur
ofan af. Súpan er látin sjóða rólega í 10-15 mín.
3. Brauðið er skorið til svo það passi ofan í súpuskálar,
eða það skorið í teninga og það ristað eða steikt í smjöri.
4.Súpan er sett í eldfastar skálar, brauðið ofan á og osturinn
þar ofan á. Súpan er síðan bökuð á yfirhita þar
til osturinn er orðinn gullinbrúnn, (gratínerað).

Einnig er hægt að rista brauðið í sneiðum, leggja ostinn þar
ofan á og gratínera ostinn síðan á yfirhita. Eftir það
er brauðið og osturinn lagt ofan á súpuna í skálunum.